Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston 6. júní 2008 05:02 Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum