Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston 6. júní 2008 05:02 Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Til marks um spennuna sem var í leiknum í nótt má nefna að 10 stiga forysta Boston í leikslok var mesti munurinn sem var á liðunum allan leikinn. Boston hafði yfir 23-21 eftir fyrsta leikhluta, en Lakers hafði nauma forystu í hálfleik. Varnarleikur heimamanna var svo þéttur í síðari hálfleiknum þar sem þeir héldu gestunum frá Los Angeles í aðeins 37 stigum. Kevin Garnett var stigahæstur í liði Boston með 24 stig og hirti auk þess 13 fráköst, en hann skoraði megnið af stigum sínum í fyrri hálfleik. Paul Pierce kom næstur með 22 stig, en hann var rólegur í fyrri hálfleik og meiddist svo á hné í þeim síðari. Pierce fór til búningsherbergja til að láta huga að hnénu en skoraði svo helming stiga sinna eftir að hann sneri aftur til leiks og kveikti í liði sínu. "Ég heyrði eitthvað smella í hnénu á mér og óttaðist það versta. Ég hélt ég hefði rifið eitthvað," sagði Paul Pierce eftir leikinn. "Svo prófaði ég hnéð aðeins inni í klefa og ákvað að láta reyna á það - ég varð að fara þarna út á völlinn aftur og hjálpa liðinu mínu," bætti Pierce við eftir dramatíska endurkomuna. Ray Allen skoraði 19 stig fyrir Boston og Rajon Rondo 15. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 24 stig, en hitti aðeins úr 9 af 26 skotum sínum utan af velli. "Ég var að klikka á skotum sem ég er vanur að setja ofan í, svo ég á eflaust eftir að velta mér eitthvað upp úr því," sagði Kobe Bryant óhress eftir leikinn. Derek Fisher og Pau Gasol skoruðu 15 stig hvor og Lamar Odom 14. Það var ekki síst fyrir grimman varnarleik heimamanna í síðari hálfleik að þeir náðu að tryggja sér sigurinn, en liðið vann auk þess baráttuna um fráköstin 46-33. Tölfræði leiksins NBA Bloggið á Vísi Meira en 280 erlendir fjölmiðlamenn frá yfir 35 löndum voru í Boston í nótt til að fylgjast með úrslitaeinvíginu. Því er sjónvarpað til 205 landa í dag, en þegar Boston og Los Angeles mættust síðast í úrslitum árið 1987 var einvígið sýnt beint frá 28 löndum. Næsti leikur Boston og Lakers fer fram í Boston á sunnudagskvöldið klukkan eitt eftir miðnætti og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira