Fílabeinsturn ráðherrans Guðni Ágústsson skrifar 27. júlí 2008 06:00 Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er eflaust erfitt að tilheyra daufri ríkisstjórn. Öðruvísi er ekki hægt að útskýra viðbrögð Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu fyrir helgi þar sem hann rembist við að rægja Framsóknarflokkinn af fádæma yfirlæti. Tilgangur Einars er náttúrulega sá að drekkja umræðunni um dugleysi hans og allrar ríkisstjórnarinnar í brýnustu málum þjóðarinnar. Ef til vill er ekki við öðru að búast þegar menn eru málefnalega gjaldþrota og líði illa á sálinni. Þó Einar K. upplifi málefnalegar tillögur okkar framsóknarmanna, til aðstoðar vandræða ríkisstjórninni eins og margir eru farnir að nefna hana, sem neikvæðni þá eru það nú svo að þær hafa samhljóm þjóðfélagsins, atvinnulífsins og fyrirtækja. Þær eru jákvæðar fyrir fólkið í landinu og munu skila hér mýkri lendingu en ella. Þetta vita ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum, Illugi og Bjarni, sem taka nú undir þessar tillögur og rassskella forystu sína fyrir framan alþjóð. Það veldur eflaust reiði í flokknum, sérstaklega meðal þeirra sem hafa þjónað sérhagsmunum auðmanna. Ráðherra er því nær að líta í eigin barm. Hann tók 20 milljarða út úr sjóvarútveginum í mesta niðurskurði allra tíma, hann kokgleypti svokallaðar mótvægisaðgerðir sem gagnast ekki sjómönnunum, verkafólkinu né útgerðum. Sjávarútvegsráðherra er enginn auðfúsugestur í sjávarbyggðunum um þessar mundir. Fólkið spyr eftir aðgerðum. Vandi framsóknarmanna er þó ekki meiri en svo að sjálfstæðismenn hafa samband við okkur um allt land til sjávar og sveita og segjast ekki þekkja flokkinn sinn. Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að fá þann skell sem hann á skilið fyrir aumt samstarf við Samfylkinguna, sem virkar eins og marglytta á Sjálfstæðisflokkinn og dregur úr honum allt afl. Það er engin kjölfesta í samstarfinu. Ráðning forsætisráðherra á Tryggva Þór Herbertssyni hefur orkað tvímælis, ekki bara hjá okkur framsóknarmönnum heldur vítt og breitt í samfélaginu. Tryggvi er eflaust ágætis piltur en aðeins einn af tugum hagfræðinga sem forsætisráðherra hefur aðgang að og ráðning hans því sjónarspil. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun