Aðgerðir ráðast af skynsemi og nauðsyn 17. september 2008 00:01 Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Við lifum á athyglisverðum tímum, segir einhvers staðar, og víst er að það á vel við um síðustu daga, vikur og mánuði á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Nýir kaflar í heimssögu viðskiptanna eru ritaðir á hverjum degi, stórar og öflugar stofnanir riða til falls, aðrar hefur þegar þrotið örendi. Hver hefði trúað því að stofnun á borð við Lehman Brothers yrði gjaldþrota? Banki sem í ríflega hundrað ár hefur lifað kreppur og heimsstyrjaldir en er stærsta fórnarlamb undirmálslánakreppunnar til þessa. Markaðurinn skýrði frá því á forsíðu Fréttablaðsins í gær að erfiðleikar í rekstri margra af stærstu fjármálafyrirtækjum heims væru líklegir til að flýta fyrir því sem ýmsir teldu nauðsynlegan samruna íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig væri töluverður gangur kominn í samrunaviðræður Glitnis og sparisjóðsins Byrs, sem breytt hefur verið í hlutafélag. Eins væru aðaleigendur Landsbankans og Straums með sameiningu til alvarlegrar skoðunar. Þetta eru eðlileg tíðindi. Þau koma til viðbótar vangaveltum um framtíð nokkurra sparisjóða sem glíma við lausafjárskort og hafa sumir kosið að sameinast öðrum fjármálastofnunum eða hreinlega neyðst til þess. Víst er að frekari sameiningar eða yfirtökur eru fram undan á þeim bænum. Aðgerðir í hagkerfi nútímans ráðast nefnilega hvort tveggja af skynsemi og nauðsyn. Margir hafa lengi talið að íslenskar fjármálastofnanir séu of margar og ná megi fram hagræðingu með samruna og yfirtökum. Nú hefur rík nauðsyn bæst við í grunn röksemdafærslunnar og þá verður væntanlega ekki að sökum að spyrja. Í því tilliti er hins vegar rétt að hvetja hið opinbera, bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir, til að gæta þess að hamla ekki nauðsynlegum samrunum og hætta þar með á að einstök fyrirtæki gefist upp. Athyglisvert er í því sambandi að hafa í huga að samruni risafyrirtækjanna Bank of America og Merrill Lynch hefði verið keyrður í gegn á 48 klukkustundum og án athugasemda frá eftirlitsstofnunum. Á það hefur verið bent, að hér geti tekið margar vikur að fá skorið úr mun smærri málum með tilheyrandi kostnaði og töfum. Undir þetta skal tekið. Vonandi afgreiðir Samkeppniseftirlitið sem fyrst samruna Kaupþings og SPRON, svo óvissu varðandi framtíð síðarnefnda félagsins megi eyða. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur enda hvatt sérstaklega til samruna fjármálafyrirtækja. Að sama skapi er rétt að vitna til orða Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem sagði í nýlegu viðtali við Markaðinn: „Ég tel víst að það sé unnt að hagræða í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu eða samruna fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun stuðla að því fyrir sitt leyti.“ Frekari vitna þarf varla við.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun