Dauf viðbrögð á ögurstundu Guðni Ágústsson skrifar 27. október 2008 00:01 Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ekkert er jafn mikilvægt á örlagatímum eins og að hafa viðbrögð klár í hvert sinn og stórir atburðir gerast. Fyrir tveimur vikum réðist breska ríkisstjórnin að íslensku þjóðinni með misnotkun á lögum gegn hryðjuverkum. Með Ísland var farið sem land og þjóð glæpamanna. Þar á meðal var ráðist gegn breskum banka í eigu Íslendinga sem kom Icesave reikningum Landsbankans ekkert við. Á stríðsmáli þýddi þetta að hafnir og brýr Íslendinga voru sundurskotnar. Mikil viðskipti Íslendinga hvar sem var í veröldinni voru í hættu og urðu eyðileggingu að bráð. Handónýt viðbrögð ríkisstjórnarinnar úr munni forsætisráðherra voru þau að ekki bæri að munnhöggvast við breska forsætisráðherrann. Aldrei hef ég heyrt jafn aumkunarverð viðbrögð sem þýddu það að afleiðingarnar fóru eins og eldur í sinu um þjóðlöndin. Auðvitað bar ráðamönnum okkar að taka til varna strax þegar samstarfsþjóð í Nató og EES skýtur svo fast á Ísland að allt brestur og beitir okkur lögum sem aðeins voru hugsuð til brúks við harðsvíruðustu glæpamenn heimsins, hryðjuverkamenn! Sem stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins gerði ég mér strax grein fyrir að hamfarir voru í aðsigi vegna þessa í efnahagslífi okkar. Ég mótmælti strax opinberlega og benti á að ríkisstjórnin væri ekki að grípa til varna. Við áttum eina leið færa strax, að kalla alþjóðasamfélagið saman og stilla Bretum upp við vegg fyrir svona tilræði við litla þjóð. Þó mikilvægt sé nú að koma málum í farveg er ljóst að mikill lagalegur vafi leikur á hversu miklar ábyrgðir íslenska ríkisins eru í þessum málum og eðlilegt að farin verði dómstólaleiðin. Það virðast Bretarnir óttast, og vita eflaust að lagaleg staða þeirra er ekki eins sterk og þeir halda fram. Ríkisstjórnin er staðin að því að sýna vettlingatök og hik á augnabliki sem snýst um efnahagslegt sjálfstæði Íslands næstu ár og áratugi. Við höfum engar skyldur eða rétt til að setja slíkar fjárhagslegar byrðir á börnin okkar. Við Íslendingar eigum heimtingu á því að íslensk ríkisstjórn standi nú í lappirnar og standi vörð um hagsmuni Íslands. Það er mín einlæg ósk að það takist. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun