Slæm tímasetning Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 27. júní 2008 11:28 Til að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að standa við stefnu þína og orð svo fólk geti treyst þér. Þá skoðun hefur iðnaðarráðherrann nýlega ítrekað í einum af sínum spjallpistlum. Líklega hefur sú skoðun ekki flækst fyrir vitunum á honum þegar hann settist niður með penna í gær og framlengdi viljayfirlýsingu með nafninu sínu við hlið varaforstjóra Alcoa um að haldið yrði áfram undirbúningi fyrir álver á Bakka. Gildistími hennar var að vísu eitthvað styttri en nær tveggja ára gömul viljayfirlýsing sem var útrunnin, mest vegna þess hversu illa Alcoa hefur nýtt tímann til þeirrar vinnu sem til þarf: hagkvæmnisúttekt er ekki lokið, orka ekki fundin þótt menn ákafir um stóriðju á Norðurlandi eystra hafi áhuga á að ráðast með orkuversframkvæmdir inn á Þeistareyki en nýta einnig orku frá Kröflu og Bjarnarflagi. Á Bakka skal rísa 250 þúsund tonna álver. Raunar vonast Alcóar eftir að meiri orka finnist á svæðinu svo stækka megi verksmiðjuna þar enn frekar. Við endurbætur í Straumsvík horfa menn á sextíu þúsund tonna viðbót og þá er Helguvík eftir. Þegar er komið samþykki fyrir tveimur af þremur virkjunum í Þjórsá. Ráðamenn ríkis og sveitarfélaga halda áfram orkusölustefnunni af trúarhita. Þar er enginn hægagangur. Ekki eins og tiltekinn stjórnmálaflokkur sem iðnaðarráðherrann tilheyrir hét kjósendum sínum fyrir kosningar sem komu honum til valda. Til að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að hafa góðan spunameistara. Gaman verður að sjá Einar Karl Haraldsson taka spretti næstu sólarhringa til varnar húsbónda sínum. Össur Skarphéðinsson kannaðist ekki við það í gær að hann færi gegn yfirlýstri kosningastefnu Samfylkingarinnar, allt sem tengdist áætlunum á Bakka var byrjað eða búið áður en Samfylkingin náði valdastólum í ríkisstjórn og er því að áliti ráðherrans ekki á nokkurn hátt á hans ábyrgð. Trúverðugleiki hans sem stjórnmálamanns eins og nýþveginn bolur, skjannahvítur. Tímasetningin er að vísu erfið: nýleg könnun Fréttablaðsins sýndi að þjóðin leggst gegn frekari stóriðjuframkvæmdum. Almenningur trúir ekki lengur á þá hagspeki að þensla keyrð áfram á ódýrri orku, virkjunum og hráefnisframleiðslu fyrir erlendar málmsteypur sé skynsamleg. Þjóðin lærði af biturri reynslu á fáum árum að slíkt flas er ekki til fagnaðar - enn er ekki séð fyrir endann á því þensluskeiði. Fólk uggir að sér. Og fleira leggst gegn stefnu þeirra gömlu Þjóðviljabræðra: á laugardag safnar Björk liði gegn stefnu þeirra - í verki. Það er þungur straumur undir þeirri öldu og hún er ekki ein, báran sem fellur um helgina, fleiri fylgja. Og hvað verður þá um sprekin á ströndinni? Þau berast til og frá með fallinu. Pólitískum örlögum sínum ráða menn oftast sjálfir. Þeir kunna að treysta á að talandinn og tryggðin dugi til áframhaldandi framfærslu á þingmannsbekk. Haldi Samfylkingarráðherrar áfram uppteknum hætti getur þrennt hent þá í næstu kosningum: kjósendur þeirra þreyttir á sviksemi leita annað, gleymska og vongleði tryggir þeim áframhaldandi setu með svipuðu framferði uns ferli þeirra lýkur, eða að þeir verða strikaðir út. Til þess þarf ekki annað en góðan penna og traust minni kjósenda um gefin fyrirheit og svikin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Til að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að standa við stefnu þína og orð svo fólk geti treyst þér. Þá skoðun hefur iðnaðarráðherrann nýlega ítrekað í einum af sínum spjallpistlum. Líklega hefur sú skoðun ekki flækst fyrir vitunum á honum þegar hann settist niður með penna í gær og framlengdi viljayfirlýsingu með nafninu sínu við hlið varaforstjóra Alcoa um að haldið yrði áfram undirbúningi fyrir álver á Bakka. Gildistími hennar var að vísu eitthvað styttri en nær tveggja ára gömul viljayfirlýsing sem var útrunnin, mest vegna þess hversu illa Alcoa hefur nýtt tímann til þeirrar vinnu sem til þarf: hagkvæmnisúttekt er ekki lokið, orka ekki fundin þótt menn ákafir um stóriðju á Norðurlandi eystra hafi áhuga á að ráðast með orkuversframkvæmdir inn á Þeistareyki en nýta einnig orku frá Kröflu og Bjarnarflagi. Á Bakka skal rísa 250 þúsund tonna álver. Raunar vonast Alcóar eftir að meiri orka finnist á svæðinu svo stækka megi verksmiðjuna þar enn frekar. Við endurbætur í Straumsvík horfa menn á sextíu þúsund tonna viðbót og þá er Helguvík eftir. Þegar er komið samþykki fyrir tveimur af þremur virkjunum í Þjórsá. Ráðamenn ríkis og sveitarfélaga halda áfram orkusölustefnunni af trúarhita. Þar er enginn hægagangur. Ekki eins og tiltekinn stjórnmálaflokkur sem iðnaðarráðherrann tilheyrir hét kjósendum sínum fyrir kosningar sem komu honum til valda. Til að teljast trúverðugur stjórnmálamaður verður þú að hafa góðan spunameistara. Gaman verður að sjá Einar Karl Haraldsson taka spretti næstu sólarhringa til varnar húsbónda sínum. Össur Skarphéðinsson kannaðist ekki við það í gær að hann færi gegn yfirlýstri kosningastefnu Samfylkingarinnar, allt sem tengdist áætlunum á Bakka var byrjað eða búið áður en Samfylkingin náði valdastólum í ríkisstjórn og er því að áliti ráðherrans ekki á nokkurn hátt á hans ábyrgð. Trúverðugleiki hans sem stjórnmálamanns eins og nýþveginn bolur, skjannahvítur. Tímasetningin er að vísu erfið: nýleg könnun Fréttablaðsins sýndi að þjóðin leggst gegn frekari stóriðjuframkvæmdum. Almenningur trúir ekki lengur á þá hagspeki að þensla keyrð áfram á ódýrri orku, virkjunum og hráefnisframleiðslu fyrir erlendar málmsteypur sé skynsamleg. Þjóðin lærði af biturri reynslu á fáum árum að slíkt flas er ekki til fagnaðar - enn er ekki séð fyrir endann á því þensluskeiði. Fólk uggir að sér. Og fleira leggst gegn stefnu þeirra gömlu Þjóðviljabræðra: á laugardag safnar Björk liði gegn stefnu þeirra - í verki. Það er þungur straumur undir þeirri öldu og hún er ekki ein, báran sem fellur um helgina, fleiri fylgja. Og hvað verður þá um sprekin á ströndinni? Þau berast til og frá með fallinu. Pólitískum örlögum sínum ráða menn oftast sjálfir. Þeir kunna að treysta á að talandinn og tryggðin dugi til áframhaldandi framfærslu á þingmannsbekk. Haldi Samfylkingarráðherrar áfram uppteknum hætti getur þrennt hent þá í næstu kosningum: kjósendur þeirra þreyttir á sviksemi leita annað, gleymska og vongleði tryggir þeim áframhaldandi setu með svipuðu framferði uns ferli þeirra lýkur, eða að þeir verða strikaðir út. Til þess þarf ekki annað en góðan penna og traust minni kjósenda um gefin fyrirheit og svikin.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun