Kubbisminn Hallgrímur Helgason skrifar 26. júlí 2008 13:24 Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Takið ykkur stöðu á nýju Hringbraut og horfið á Landspítalann. Við blasir gamli góði spítalinn, symmetrískur og hvítur að lit. Vestan við hann stendur Barnaspítalinn, glæný og glansandi grá bygging. Sá fyrrnefndi er byggður af þjóð í kröggum, sá síðarnefndri af ríkustu þjóð heims. Hvor er fallegri? Lítið svo lengra til vinstri, á lítið timburhús sem nú heitir Kennarahúsið en var upphaflega byggt sem Kennaraskóli Íslands og Þórbergur sótti á sínum tíma. Þetta gamla hús stendur á mjög táknrænan hátt undir gafli hins nýja Barnaspítalan (gráveggur sem minnir einna helst á Berlínarmúrinn) og ljómar undir honum eins og hið mesta bárujárnsdjásn; hús sem var byggt af svo fátækri þjóð að það var ekki einu sinni teiknað af arkitekti heldur byggðu það smiðir, „eftir auganu". Af fyrrnefndum þremur byggingum er það þó sýnu fallegast. Já, og lítið út um bílgluggann á leið ykkar upp í Mosfellssveit. Niðri á grundunum standa Korpúlfsstaðir. Þessi steypuversjón af torfbæ verður kannski seint talin falleg, en hún er þó svipsterkt kennileiti sem greinilega var reist til framtíðar. Ofar í holtinu, gegnt Korpúlfsstaðabýlinu, rís nú verslunarhúsnæði byggingavörufyrirtækisins Bauhaus; metnaðarlaus lagergámur af ódýrustu gerð. Stáltjald reist til einnar nætur. Annarsvegar höfum við gamalt sveitafjós sem nú er orðin landsprýði, en var reist á raunverulegum krepputímum. Hinsvegar nýmóðins naglamoll sem hannað var í mesta góðæri sögunnar. Afhverju eigum við aldrei peninga þegar kemur að því að reisa hús? Afhverju alltaf bara hámarksnýting rýmis sem alltaf endar eins; sem kubbur og kassi. Afhverju hefur enginn nýmillinn annar en Björgólfur eldri metnað til að setja mark sitt á bæinn? Það er gömul klisja að segja að í byggingarlist sé allt nýtt ljótt. En hún er furðu lífsseig. Framfarir í íslenskum arkitektúr hafa þó verið nokkrar á undanförnum áratugum. Horfið á Skúlagötuháhýsin annarsvegar og Sjálandshverfið hinsvegar. Horfið á einbýlis- og raðhúsin í Grafarvoginum annarsvegar og systkini þeirra í Grafarholtinu hinsvegar. Horfið á sjúkrahúsið á Ísafirði annarsvegar og nýja menningarhúsið á Akureyri hinsvegar. En stundum er þó eins og við séum enn föst í gamla tímanum sem bandaríski rithöfundurinn Tom Wolfe lýsir svo vel í bók sinni, From Bauhaus to Our House, þar sem hann fjallar um byggingarlist eftirstríðsáranna, þegar ofsatrúin á fúnkís og fálætisma leyfði mönnum engin frávik frá reglustrikunni. Wolfe ber þennan arkitektúr, hinn harðkjarna kubbisma kalda stríðsins, saman við alræðiskerfin sem á sömu tíð risu í austrinu rauða. Að hans mati voru helstu hetjur eftirstríðsáraarkitektúrsins, þeir Le Corbusier og Mies van der Rohe, álíka hollir fagi sínu og Stalín og Maó voru kommúnismanum. Þeir drottnuðu eins og einræðisherrar yfir byggingarstíl seinni hluta tuttugustu aldar með sinni fasísku fagurfræði. Stórir kaflar á Manhattan bera merki þessa tímabils, og flestar stórborgir Þjóðverja þjást af sama stálglerjaða sálarkulinu. Íslendingar fundu fljótt orð yfir hús byggð í þessum stíl: Steinkumbaldar. Besta dæmið um innreið kubbismans í byggingarsöguna hér á landi er viðbygging við ðalbyggingu Landsbankans í Austurstræti þar sem naumhyggja faðmar draumhyggju svo minnir helst á faðmlag dauðans. Þó eru enn reistar byggingar í anda kubbismans. Það væri synd að segja að nýju húsin við Höfðatorg geisluðu af ímyndunarafli og sköpunargleði. Þegar byggt er nýtt við gamalt, eða nýtt ofan í gamalt tíðkast einkum tvær leiðir. Annaðhvort teikna menn feimnislaust háglerjað hús í anda kubbismans, eru ekkert að fela samtíma sinn eða reyna að sleikja fortíðina upp með smeðjulegum dúllum í hennar anda. Hér er Iðuhúsið í Lækjargötu ágætt dæmi. Eða menn fara hina leiðina og reyna að byggja í anda gamla stílsins. Hér er Hótel Centrum á horni Aðalstrætis og Túngötu besta dæmið. Við bíðum enn eftir þriðju leiðinni. Það sem bárisminn gamli hefur fram yfir kubbismann eru smáatriðin. Nostrið. Tröppur, gluggakarmar, þakskegg; þessi vinarhót sem blikka mann á röltinu og gera miðbæinn vinalegan. Sigurtillaga að nýjum Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu er í þeim nýkubbíska anda sem nú er í tísku eins og sjá má best í Grafarholtinu. Hún er falleg og fjörleg innan formsins (gæti reyndar orðið nokkuð Kjörgarðsleg með tímanum) en við fyrstu sýn er þó stór galli á byggingunni: Hún rennir steindauðum Berlínarmúr niður hálfan Frakkastíginn. Hér er ekkert til að gleðja augað, engin smáatriði (nema veggjakrotið þegar þar að kemur). Gömlu smiðunum hefði aldrei komið til hugar að snúa gafli út í götu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun