Þetta hefði getað verið miklu verra 25. mars 2008 13:52 Dirk Nowitzki þótti hafa sloppið vel eftir slæma byltu á sunnudaginn NordcPhotos/GettyImages Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn. NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki kýs að líta á björtu hliðarnar eftir að hann meiddist á fæti í viðureign Dallas og San Antonio í NBA á sunnudaginn. Smelltu hér til að sjá myndband af atvikinu. Nowitzki lenti illa á fætinum og tognaði bæði á ökkla og hné. Ekki er vitað hversu lengi hann verður frá keppni en sérfræðingar segja að ökklameiðsli á borð við þessi kosti leikmenn venjulega þrjár til sex vikur frá keppni. Ekki er víst að Dallas megi við því að vera án verðmætasta leikmanns deildarinnar í fyrra í svo langan tíma, því liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og á skyndilega á hættu að komast ekki í úrslitakeppnina. Nú eru aðeins þrjár vikur eftir af tímabilinu og hver lið á í kring um 12 leiki eftir fram til 16. apríl sem er síðasti dagur deildarkeppninnar. "Ég var heppinn. Þetta hefði getað verið miklu verra," sagði Nowitzki í samtali við Dallas News og benti á að ekki hefði mátt miklu muna svo leiktíðinni hefði verið lokið fyrir sig. "Það er erfitt að geta ekki spilað, sérstaklega á þessum tímapunkti, en ég verð að vera jákvæður. Þetta hefðu geta verið meiðsli sem kostuðu mig allt tímabilið eða jafnvel ferilinn," sagði Þjóðverjinn hávaxni. Avery Johnson, þjálfari Dallas, segir ekki hægt að setja tímamörk á meiðslin, en segir engar töfralausnir á borðinu fyrir liðið á lokasprettinum. "Þetta er ansi blóðugt en sem betur fer eru þetta ekki mjög alvarleg meiðsli. Við vonum bara að hann nái sér fljótt en eins og staðan er núna er Dirk ekki að fara að spila með okkur. Það kemur enginn Dirk fljúgandi út úr símaklefa eða neitt svoleiðis. Vonandi hjálpar það hinum leikmönnunum að stappa í sig stálinu og klára dæmið án hans," sagði Johnson. Hnémeiðsli Nowitzki eru ekki talin alvarleg, en ökklameiðslin öllu verri. Læknirinn sem annast hann tekur í sama streng og leikmaðurinn og segir hann heppinn. "Guð hlýtur að halda með Mavericks, því þessi meiðsli hefðu getað verið mikið, mikið verri," sagði læknirinn.
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira