Örn Arnarson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigrún Brá Sverrisdóttir kepptu öll á EM í sundi í Eindhoven í Hollandi í morgun.
Ekkert þeirra komst áfram í undanúrslit en Ragnheiður Ragnarsdóttir komst næst því. Hún synti í 50 metra skriðsundi á 26,12 sekúndum en hefði þurft að synda á 26 sekúndum sléttum eða betur. Hún var heldur ekki langt frá því að bæta Íslandsmetið sitt.
Sigrún Brá Sverrisdóttir vaðr í 27. og næstsíðasta sæti í 200 metra flugsundi. Hún synti á 2:24,01 mínútum sem er rúmum fjórum sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni.
Þá synti Örn í 50 metra skriðsundi en var einnig talsvert frá sínu besta. Hann synti á 23,48 sekúndum og varð í 41. sæti.
Allir íslensku keppendurnir hafa nú lokið keppni í Eindhoven nema Sigrún Brá sem keppir í 400 metra skriðsundi á morgun.
Enginn Íslendinganna áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
