NBA í nótt: New Orleans vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 10:42 Jannero Pargo átti gríðarlega góðan leik fyrir New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
New Orleans minnti rækilega á sig í nótt er liðið vann góðan sigur á Boston, 113-106, þrátt fyrir að hafa lent fimmtán stigum undir snemma í leiknum. Boston var nýbúið að ganga frá öllum liðunum í Texas á útivelli - Dallas, Houston og San Antonio - en varð að játa sig sigraða fyrir New Orleans á útivelli í nótt. Boston var með þægilega forystu allt fram í þriðja leikhluta. Í þeim fjórða virtust leikmenn liðsins einfaldlega orðnir þreyttir og varamenn New Orleans gengu á lagið. Sérstaklega voru þeir Jennero Pargo Bonzi Wells vel en sá síðarnefndi var með tólf stig og átta stolna bolta. Boston skoraði aðeins sautján stig í fjórða leikhluta. Pargo var með fimmtán stig og sex stoðsendingar en stigahæstur var David West með 37 stig. Chris Paul lék í aðeins 29 mínútur vegna villuvandræða en skoraði samt nítján stig. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig en Rajon Rondo kom næstur með 23 stig. Phoenix vann Houston, 122-113, þar sem Amare Stoudemire skoraði 38 stig. Shaquille O'Neal átti einnig góðan leik og skoraði 23 stig auk þess sem hann tók þrettán fráköst, rétt eins og Stoudemire. Phoenix náði sautján stiga forystu strax í fyrsta leikhluta og létu hana aldrei af hendi. Tracy McGrady var stigahæstur leikmanna Houston með 30 stig og Luis Scola kom næstur með sextán stig. Houston hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum eftir sigurgönguna löngu. Utah vann Seattle, 115-101. Carlos Boozer var með 26 stig og fráköst en Mehmet Okur skoraði 24 stig, þar af nítján í seinni hálfleik, auk þess sem hann tók tíu fráköst. Philadelphia vann New Jersey, 91-87. Andre Iguodala skoraði 28 stig, þar af tíu í fjórða leikhluta en New Jersey hafði sjö stiga forystu í upphafi lokaleikhlutans. Samuel Dalbert var með ellefu stig, átján fráköst og fimm varin skot. Atlanta vann Orlando, 98-90, og hafði þar með áttunda sætið af New Jersey í Austurdeildinni um stundarsakir að minnsta kosti. Joe Johnson skoraði 34 stig og Mike Bibby 20. Charlotte vann Miami, 94-82. Gerald Wallace skoraði 26 stig og Jason Richardson 24 í fyrsta sigri liðsins í síðustu sex leikjum þess. Miami er sem fyrr með versta árangurinn í NBA-deildinni og hefur nú tapað þremur í röð. Memphis vann Sacramento, 117-111. Rudy Gay var með 24 stig og sjö fráköst en Juan Carlos Navarro skoraði helming sinna 22 stiga í fjórða leikhluta. Minnesota vann New York, 114-93. Ryan Gomes skoraði 26 stig og varamaðurinn Rashad McCants bætti við 24 stigum. Meðal þeirra sem voru fjarverandi hja´New York voru Zach Randolph, Nate Robinson, Stephon Marbury og Eddy Curry. Indiana vann Chicago, 108-101. Mike Dunleavy skoraði 25 stig og Troy Murphy bætti við 24 stigum. Milwaukee vann Cleveland, 108-98, og batt þar með enda á sex leikja taphrinu liðsins. Mo Williams var með 29 stig fyrir Milwaukee sem og LeBron James hjá Cleveland. Portland vann LA Clippers, 83-72. Joel Przybilla skoraði 24 stig auk þess sem hann tók 25 fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Brandon Roy skoraði 23 stig. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag
NBA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira