NBA í nótt: Gríðarlega mikilvægur sigur Denver Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2008 09:53 Allen Iverson var ánægður með sigurinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Denver Nuggets vann góðan sigur á New Jersey, 125-114, á sama tíma og helstu keppunautar liðsins, Golden State Warriors, töpuðu fyrir Houston Rockets. Golden State er enn með forystu á Denver í baráttu liðanna um áttunda sætið í Vesturdeildinni. Golden State hefur unnið 42 og tapað 26 leikjum en Denver hefur unnið 41 leik og tapað 28. Allan Iverson var með 26 stig í leiknum, þar af 21 í seinni hálfleik. Hann gaf einnig níu stoðsendingar í leiknum. Denver náði sér vel á strik í fjórða leikhluta og náði 14-1 sprett sem var nóg til að gera út um leikinn. Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson var með 29 stig. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sætið í Austurdeildinni. Með sigri í nótt hefði New Jersey tekið áttunda sætið af Atlanta.Houston vann Golden State, 109-106, og er þar með komið aftur á sigurbraut eftir tvo tapleiki í röð. Houston hafði þar áður unnið 22 leiki í röð. Tracy McGrady átti góðan leik fyrir Houston og skoraði 26 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Bobby Jackson skoraði þriggja stiga körfu úr erfiðu færi þegar tvær mínútur voru til leiksloka og staðan jöfn. Það dugði til að fleyta Houston til sigurs í leiknum. Aðeins sjö leikmenn spiluðu fyrir Golden State í leiknum og þar af komust sex á ´blað. Baron Davis var stigahæstur með 27 stig og Monta Ellis bætti við 24 stigum.Orlando vann Philadelphia, 113-95. Rashard Lewis skoraði átján stig fyrir Orlando sem leiddi með mest 34 stiga mun í leiknum. Átta leikmenn Orlando skoruðu tíu stig eða meira í leiknum, þeirra á meðal Dwight Howard sem skoraði þrettán stig og tók tólf fráköst á aðeins 23 mínútum.Indiana vann Minnesota, 124-113, þar sem Danny Granger skoraði 32 stig í nokkrum öruggum sigri Indiana.Memphis vann New York, 120-106. Mike Miller skoraði 34 stig í leiknum, þar af 24 í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Memphis á útivelli í síðustu nítján útileikjum liðsins.Washington vann Miami, 103-86. Caron Butler var með 25 stig og Antawn Jamison bætti við 22 stigum og nítján fráköstum. Udonis Haslem lék ekki með Miami í nótt en hann gekkst undir aðgerð á ökkla í gær og verður frá út tímabilið af þeim sökum. Meðal annarra meiddra leikmanna Miami má nefna Dwyane Wade, Shawn Marion, Marcus Banks og Alonzo Mourning.San Antonio vann Sacramento, 102-89. Tim Duncan var með 21 stig og þrettán fráköst fyrir San Antonio en Tony Parker bætti við nítján skotum.Portland vann LA Clippers, 107-102. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Brandon Roy bætti við 21 stigi og sex stoðsendingum.Lakers vann Seattle, 130-125. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers en sjö leikmenn liðsins í viðbót skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þetta var tíundi tapleikur Seattle í röð. Að síðustu vann Cleveland sigur á Toronto, 90-83. LeBron James skoraði 29 stig í leiknum og bætti þar með met Brad Daugherty sem stigahæsti leikmaður Cleveland í sögu félagsins. Zydrunas Ilgauskas átti góðan leik og skoraði sextán stig, tók tíu fráköst og varði þrjú skot.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins