Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigrún Brá Sverrisdóttir komust ekki í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á EM í sundi í morgun.
Ragnheiður varð í 25. sæti er hún synti á 56,52 sekúndum og var hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu í greininni..
Sigrún Brá varð í 38. sæti á 57,07 sekúndum sem er persónulegt met hjá henni. Báðar syntu þær undir Ólympíulágmörkum.
Ragnheiður og Sigrún ekki áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
