Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Við því starfi tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu. Hann mun vinna náið með Finnboga Baldvinssyni forstjóra fyrirtækisins að daglegum rekstri og stefnumótun félagsins.
Þá hefur Finnbogi Gylfason verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar Icelandic samstæðunnar, en hann hefur starfað á fjármálasviði Icelandi Group frá árinu 1997.