21 sigur í röð hjá Houston 15. mars 2008 07:15 Dikembe Mutombo og Tracy McGrady ganga hér glaðir af velli eftir 21. sigur Houston í röð í nótt. NordcPhotos/GettyImages Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt en segja má að þeir hafi fallið í skuggann af sigri Houston á Charlotte þar sem Houston vann 21. leik sinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu deildarinnar. Houston var nokkuð lengi í gang gegn Charlotte í nótt en síðari hálfleikurinn var eign heimamanna sem höfðu 89-80 sigur - þann 21. í röð. Tracy McGrady skoraði 30 stig fyrir Houston en Jason Richardson 28 fyrir Charlotte. Með sigrinum fór Houston upp fyrir lið Milwaukee frá árinu 1971 (20 sigrar í röð) og situr nú eitt í öðru sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA. Aðeins ofurlið LA Lakers frá árinu 1972 hefur unnið fleiri leiki í röð - 33 talsins. Houston komst með sigrinum upp að hlið LA Lakers í toppsætið í Vesturdeildinni. Meiðsli hjá Hornets og Lakers Á sama tíma tapaði LA Lakers fyrir New Orleans á útivelli þar sem spútniklið heimamanna vann nokkuð öruggan 108-98 sigur. Lakers liðið varð fyrir áfalli strax í byrjun þegar Spánverjinn Pau Gasol sneri sig á ökkla og kom ekki meira við sögu í leiknum. Chris Paul fór enn og aftur hamförum í liði New Orleans og skoraði 27 stig og gaf 17 stoðsendingar, en Kobe Bryant skoraði 36 stig fyrir Lakers. Paul var reyndar farinn að haltra vegna ökklameiðsla seint í leiknum og sömu sögu var að segja um stjörnuleikmanninn David West hjá New Orleans - hann fór einnig af velli meiddur á ökkla. Sigurganga Boston stöðvuð í garðinum Boston mátti þola stærsta tap sitt á leiktíðinni þegar liðið lá óvænt heima gegn Utah Jazz 110-92 eftir að hafa unnið tíu leiki í röð. Kevin Garnett var stigahæstur í slöku liði Boston með 15 stig en Ray Allen þurfti að fara af velli snemma meiddur á ökkla. Deron Williams var allt í öllu hjá Utah og skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta og gaf 8 stoðsendingar. Bowen rauf 500 leikja rispu sína San Antonio tapaði fjórða leiknum sínum í röð á útivelli þegar það lá 84-80 í Detroit í hörkuleik. San Antonio lék án framherjans Bruce Bowen sem tók út leikbann, en hann hafði spilað 500 leiki í röð í deildinni í byrjunarliði án þess að missa úr leik - sem var lengsta rispan í deildinni. Tayshaun Prince hjá Detroit spilaði sinn 338. leik í röð án þess að missa úr leik og á nú lengstu rispu þeirrar tegundar í deildinni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 20 stig og 10 fráköst, en Rip Hamilton var stigahæstur í liði heimamanna með 25 stig. Iverson heitur þrátt fyrir meiðsli Atlanta burstaði LA Clippers 117-93 þar sem Joe Johnson skoraði 21 af 28 stigum sínum í þriðja leikhluta. Orlando er nú hársbreidd frá því að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni eftir 103-94 sigur á Miami. Jameer Nelson skoraði 21 stig fyrir Orlando en Jason Williams var með 34 stig fyrir Miami. Philadelphia vann góðan útisigur á Chicago 110-106 þar sem Philadelphia var á kafla 18 stigum undir. Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Luol Deng skoraði 21 fyrir Chicago. Denver burstaði Toronto á heimavelli 137-105. Allen Iverson spilaði meiddur en var í miklu stuði og skoraði 28 stig á 32 mínútum og Carmelo Anthony skoraði 22 stig. Anthony Parker skoraði 19 stig fyrir Toronto. Loks vann Minnesota góðan útisigur á Seattle 121-116 í uppgjöri tveggja slökustu liðanna í deildinni. Ryan Gomes skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota en Kevin Durant skoraði 24 fyrir Seattle. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dag NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira