Körfubolti

Lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA

Houston á enn óralangt í að jafna sigurgöngu Lakers-liðsins frá leiktíðinni 1971-72 sem sjá má á þessari mynd
Houston á enn óralangt í að jafna sigurgöngu Lakers-liðsins frá leiktíðinni 1971-72 sem sjá má á þessari mynd NordcPhotos/GettyImages

Eins og fram kom hér á Vísi í morgun er lið Houston Rockets í NBA deildinni á þriðju lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA deildinni með 19 sigra í röð.

Vísir tók saman lengstu sigurgöngur allra tíma í deildinni og þegar þær eru skoðaðar kemur í ljós að árangur Houston nú setur liðið á par við mörg af bestu liðum allra tíma í deildinni.

Það var ótrúlegt meistaralið LA Lakers frá árinu 1971-72 sem náði lengstu sigurgöngu allra tíma, 33 leikjum, en það er met sem seint verður slegið. Þetta lið var skipað mönnum eins og Wilt Chamberlain, Jerry West, Gail Goodrich, Elgin Baylor og Pat Riley, núverandi þjálfara Miami Heat.

Houston er aðeins einum leik frá því að jafna næst lengstu sigurgöngu allra tíma sem er 20 leikir og er í höndum Milwaukee Bucks frá leiktíðinni 1970-71, en það lið varð einnig NBA meistari með Kareem Abdul Jabbar og Oscar Robertson í fararbroddi.

Lið LA Lakers frá árinu 1999-2000 vann líka 19 leiki í röð á sínum tíma með þá Kobe Bryant og Shaquille O´Neal innanborðs, en liðið varð meistari vorið eftir og alls þrjú ár í röð í upphafi aldarinnar.

Það vekur athygli að flest af liðunum á þessum lista tryggðu sér NBA meistaratitilinn á viðkomandi leiktíð.

Lengstu sigurgöngur allra tíma í NBA: (sigrar í röð, lið, ár)

33 Lakers 1971-72*

20 Bucks 1970-71*

19 Rockets 2007-08

19 Lakers 1999-2000*

18 Bulls 1995-96*

18 Celtics 1981-82

18 Knicks 1969-70*

17 Suns 2006-07

17 Spurs 1995-96

17 Celtics 1960-61*

17 Capitols 1946-47

17 Mavericks 2005-06

16 Lakers 1999-2000*

16 Blazers 1990-91

16 Lakers 1990-91

16 Bucks 1970-71*

16 Celtics 1964-65*

* - Liðið varð meistari sama ár

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×