Meistaradeildin: Arsenal vann AC Milan á Ítalíu Elvar Geir Magnússon skrifar 4. mars 2008 18:56 Úr viðureign AC Milan og Arsenal. Andrea Pirlo og Vassiriki Diaby eigast við. Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Ensku liðin Arsenal og Manchester United komust í kvöld í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Arsenal sýndi frábæra frammistöðu á Ítalíu og sló út núverandi Evrópumeistara. Þetta voru síðari leikir þessara liða í sextán liða úrslitum. Hér að neðan má sjá úrslitin í leikjunum en innan sviga er staðan eins og hún var samtals úr báðum viðureignum. Leikur Sevilla og Fenerbache fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni þar sem tyrkneska liðið bar sigur úr býtum.AC Milan - Arsenal 0-2 (Samtals: 0-2)Arsenal vann frækinn sigur á AC Milan. Liðið bjargaði á marklínu snemma leiks en það gerði Cesc Fabregas eftir horn. Þá fékk Pato dauðafæri eftir undirbúning Kaka en var of kærulaus og skot slappt. AC Milan byrjaði betur en svo komst Arsenal betur inn í leikinn og átti Fabregas skot í slá eftir rúmlega hálftíma leik. Markalaust í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Arsenal tvö mjög góð færi sem ekki nýttust. Fabregas kórónaði leik sinn með því að koma Arsenal yfir á 84. mínútu með skoti af löngu færi. Emmanuel Adebayor innsiglaði síðan verðskuldaðan sigur Arsenal eftir undirbúning Theo Walcott. Fyrsta mark Adebayor í Meistaradeildinni. Þetta var sögufrægur sigur enda í fyrsta sinn sem enskt lið vinnur AC Milan á San Siro.Barcelona - Celtic 1-0 (Samtals: 4-2)Það tók Börsunga aðeins þrjár mínútur að komast yfir en þá skoraði Xavi. Það reyndist eina mark leiksins og Barcelona örugglega áfram. Thierry Henry kom af bekknum á 38. mínútu í staðinn fyrir Messi sem meiddist. Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Börsunga en kom inn sem varamaður á 82. mínútu fyrir markaskorarann Xavi. Cristiano Ronaldo skoraði. Man Utd - Lyon 1-0 (Samtals: 2-1)Manchester United hafði undirtökin í fyrri hálfleiknum og portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo braut ísinn fjórum mínútum fyrir hálfleik. 30 mörk í 30 leikjum hjá Ronaldo! Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk United álitlega sókn en Wayne Rooney fór illa að ráði sínu. Skömmu síðar skaut Keita í stöngina á marki United. Annars var ekki mikið um færi í þessum leik og Manchester United kemst áfram í átta liða úrslitin.Sevilla - Fenerbache 3-2 (Samtals: 5-5)(Fenerbache áfram eftir sigur í vítakeppni) Daniel Alves kom spænska liðinu yfir á 5. mínútu og Keita bætti síðan við öðru marki. Bæði mörkin skrifast að stóru leyti á Volkan Demirel, markvörð tyrkneska liðsins. Fenerbache minnkaði muninn úr sinni fyrstu sókn en það gerði hinn brasilíski Deivid á 20. mínútu. Fyrir hálfleik bætti Sevilla síðan þriðja markinu við. Það skoraði Freddie Kanoute. Staðan 3-1 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörlegur og sá fyrri. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Deivid sitt annað mark og minnkaði muninn fyrir Fenerbache í 3-2. Liðið vann fyrri leikinn með sama mun og því var framlengt. Ekkert var skorað í framlengingunni og því farið í vítaspyrnukeppni þar sem Fenerbache bar sigur úr býtum. Volkan markvörður Fenerbache bætti upp fyrir mistök sínum í leiknum og varði þrjár spyrnur. Gang vítaspyrnukeppninnar má sjá hér að neðan:1-0 Kanoute skorar1-1 Vederson skorar 1-1 Varið frá Escude 1-1 Varið frá Edu2-1 Dragutinovic skorar2-2 Aurelio skorar 2-2 Varið frá Maresca2-3 Kezman skorar 2-3 Varið frá Alves Þetta er í fyrsta sinn sem Fenerbache kemst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira