Körfubolti

Bynum spilar tæplega í mars

Andrew Bynum er mikið efni og er þegar orðinn lykilmaður í Lakers-liðinu
Andrew Bynum er mikið efni og er þegar orðinn lykilmaður í Lakers-liðinu Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmenn LA Lakers bíða nú spenntir eftir tíðindum af endurhæfingu miðherjans unga Andrew Bynum sem meiddist á hné þann 13. janúar. Hann hefur misst af síðustu 22 leikjum liðsins.

Lakers liðið er engu að síður í harðri toppbaráttu í Vesturdeildinni og hefur unnið 10 leiki í röð. Það er ekki síst fyrir frábæran leik Spánverjans Pau Gasol sem gekk í raðir liðsins frá Memphis á dögunum.

Bynum er byrjaður að skokka í sundlaug en á eitthvað í land með að geta byrjað að hlaupa eðlilega. Talsmaður Lakers liðsins segir að endurhæfingin gangi vel en vildi ekki segja til um hvenær Bynum verður klár í slaginn. Upphaflega var reiknað með honum til baka í lok mars eða byrjun apríl, en úr því sem komið er verður að teljast frekar ólíklegt að hann nái að spila í mars.

Deildarkeppninni lýkur þann 15. apríl hjá Lakers liðinu og nokkrum dögum síðar hefst úrslitakeppnin á fullu.

Úrslitakeppninnar í NBA er nú beðið með gríðarlegri eftirvæntingu, því keppni í deildinni hefur ekki verið harðari og skemmtilegri í áraraðir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×