Patrekur vill vinna með Bogdan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2008 14:58 Patrekur Jóhannsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta. Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því." Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að Bogdan Kowalczyk hafi réttu hugmyndirnar um hvað nýr landsliðsþjálfari þurfi að gera eins og sá síðarnefndi lýsir í viðtali við Vísi í dag. Bogdan sagði í viðtali vera reiðubúinn að hjálpa íslenska landsliðinu enda hafi hann fylgst vel með því þó hann hafi síðast þjálfað liðið árið 1990. Hann er með skýrar hugmyndir um hvað landsliðið þurfi að gera til að ná árangri. Patrekur hefur áður lýst yfir sams konar skoðunum og segir að lykilatriði sé að hugsa lengra fram í tímann heldur bara til næsta móts. „Ef HSÍ fer þá leið að ræða við Bogdan gæti ég vel hugsað mér að koma að málinu. Ég hef ekki mikla reynslu en er nú að útskrifast í vor sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á handboltaþjálfun. Sjálfur stefni ég að því að fara í þjálfun í meistaraflokki hér heima." „Eins og hann segir er hitinn og þunginn á aðalþjálfaranum en það þyrfti að vera með mann sem er í góðu sambandi við félögin og leikmenn hér heima. Ég myndi svo sannarlega skoða þetta vel ef til mín yrði leitað." Patrekur talar þýsku, rétt eins og Bogdan, og þekkir vitanlega mjög vel til landsliðsins enda stutt síðan að hann hætti að leika með því sjálfur. „Bogdan hefur verið að starfa sem þjálfari og hefur greinilega fylgst vel með íslenskum handknattleik. Eins og hann segir þá þarf HSÍ að mynda sér skýra stefnu. Eins og til dæmis með B-liðið. Það á ekki að fara í slík verkefni fyrst korteri fyrir mót. Það þarf að festa þessa hluti nákvæmlega niður." „Það þarf að mynda afrekshóp leikmanna sem leika hér á landi og eru að banka á landsliðsdyrnar. Sá hópur á að æfa meira þannig að það líkist meira atvinnumannaþjálfun. Þetta eru framtíðarmenn og það þarf nauðsynlega að mynda afreksstefnu í kringum þá. Ég veit að það hefur ekki verið gert." Patrekur segist vera með fleiri hugmyndir sem hann hefur fest niður á blað. „Það var alltaf planið hjá mér að setjast niður með nýjum landsliðsþjálfara og kynna honum mínar hugmyndir. Ég er auðvitað ekki búinn að gera það enda ekki búið að ráða neinn." „En ég veit auðvitað ekki hvort það sé áhugi fyrir því að ráða Bogdan. Það hefur verið rætt um að fá erlendan þjálfara og ég veit ekki hvaða nöfn hafa verið nefnd í því samhengi. En ef það yrði talað við hann væri ég til að koma að því."
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Leik lokið:KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Sjá meira
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59