Geir tekur ekki við landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:36 Geir Sveinsson tekur ekki við íslenska landsliðinu í handbolta. Nordic Photos / Getty Images Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin." Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin."
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira