SPRON styrkir Badmintonsamband Íslands Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:31 Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands, og Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, handsala samninginn. Guðmundi þáði forláta badmintonspaða að gjöf frá Badmintonsambandinu í tilefni dagsins. Mynd/Arnaldur Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON." Innlendar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sjá meira
Í dag var tilkynnt um samstarfssamning SPRON og Badmintonssambands Íslands fram til Ólympíuleikanna í London árið 2012. Eftirfarandi fréttatilkynning var send fjölmiðlum: „Samstarfssamningur SPRON og Badmintonsambands Íslands var undirritaður í dag. Samningurinn er til fimm ára eða fram til Óympíuleika 2012. Með samningnum verður ungmenna-, kynningar- og fræðslustarf Badmintonsambandsins eflt verulega. „Samningurinn við SPRON er tímamótasamningur fyrir allt starf Badmintonsambands Íslands. Hann gerir sambandinu kleift að ráða starfsmann til að sinna fræðslu- og kynningarmálum og leggja meiri áherslu á þann málaflokk en áður hefur verið gert. Þá mun samningurinn einnig styrkja stoðir landsliðsstarfsins og tryggja að áfram verði hægt að vinna vel með afreksfólki í badminton," segir Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambands Íslands. Afreksmál eru stór hluti af starfi Badmintonsambands Íslands. Næsta verkefni badmintonlandsliðsins er Evrópumót liða og einstaklinga sem fram fer í Herning í Danmörku 12.-20. apríl næstkomandi. Ísland vann sér þátttökurétt á mótinu með því að sigra Evrópukeppni B-þjóða í janúar 2007. Þá eru framtíðarmarkmið Badmintonsambandsins í afreksmálum þau að hægt verði að koma bæði karl- og kvenspilara á Ólympíuleikana í London 2012. Slíkt verkefni kostar mikla vinnu og fjármagn. Öflugir styrktaraðilar eins og SPRON eru nauðsynlegir til að hægt sé að ná þessum markmiðum. Góð umgjörð og aðstaða fyrir afreksfólkið er líka mikilvægur þáttur sem er svo sannarlega til staðar hjá TBR í Gnoðarvogi. Margt nýtt er ennfremur á döfinni hjá Badmintonsambandinu og er það að stórum hluta samningurinn við SPRON sem gerir sambandinu kleift að láta þau verkefni verða að veruleika. Sem dæmi má nefna að í undirbúningi er útgáfa á vandaðri bók um badminton og badmintonþjálfun. Þá verða gefnir badmintonspaðar í íþróttahús víðsvegar um landið til að hvetja almenning enn frekar til þátttöku í íþróttinni. „Það er okkur hjá SPRON mikill heiður og ánægja að innsigla þennan samning við Badmintonsambandið. SPRON hefur um nokkurt skeið stutt Rögnu Ingólfsdóttur, Íslandsmeistara í badminton, í undirbúningi þátttöku í Ólympíuleikunum í Kína næsta sumar og við lítum á þennan samning sem eðlilegt og ánægjulegt framhald á því samstarfi. Íslenskt badmintonfólk er í fremstu röð íslenskra íþróttamanna og íþróttin hefur verið í mikilli uppsveiflu að undanförnu," segir Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON."
Innlendar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sjá meira