Körfubolti

Ísland í riðli með Danmörku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Landsliðsþjálfararnir.
Landsliðsþjálfararnir. Mynd/Víkurfréttir

Í dag var dregið í riðla í b-deild Evrópukeppninnar en drátturinn fór fram í Feneyjum á Ítalíu. Karlalandsliðið var nokkuð heppið með sinn drátt en kvennalandsliðið lenti í mjög sterkum riðli.

Ísland lenti í A riðli í karlaflokki með Hollandi, Austurríki, Danmörku og Svartfjallalandi. Holland, Austurríki og Danmörku eru Íslandi kunn en Íslendingar hafa leikið við þjóðirnar undanfarin ár, Svartfjallaland er ný þjóð eftir slit þeirra frá Serbum og ljóst að þar eru um sterka þjóð að ræða.

Kvennalandsliðið lenti í mjög erfiðum riðli en það mætir Slóveníu, Hollandi, Sviss, Svartfjallalandi og Írlandi.

Leikið verður heima og að heiman og verða fyrstu leikirnir í september á þessu ári en riðlakeppninni líkur síðan á næsta ári.

Sigurður Ingimundarson er þjálfari karlalandsliðsins en Ágúst Björgvinsson er þjálfari kvennalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×