Ómögulegt að bera sig saman við Tiger Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2008 19:43 Tiger Woods er hér með Charles Howell sem á titil að verjá Northern Trust-mótinu sem hófst í dag. Nordic Photos / Getty Images Charles Howell hefur titil að verja á opna Northern Trust-mótinu sem hófst í dag í Bandaríkjunum en mótið er liður í PGA-mótaröðinni. Sýnt verður beint frá keppni á lokadegi mótsins á sunnudaginn en um er að ræða gríðarlega sterkt mót þar sem átta af tíu bestu kylfingum heimsins í dag keppa. Þeir sem eru fjarverandi eru Tiger Woods og Ernie Els. Howell er 28 ára gamall og fagnaði sigri á mótinu í fyrra eftir að hafa lagt Phil Mickelson í bráðabana. Flestir spekingar reikna þó með því að Adam Scott og Mike Weir verði í titilbaráttunni í ár en þó skal ekki afskrifa Howell sem hefur yfirleitt verið meðal efstu manna undanfarin ár. Hann ræddi um það hvernig það hefur verið fyrir unga kylfinga að hefja feril sinn í golfheiminum. Vandamálið er ekki slæmt gengi heldur að allir ungir og efnilegir kylfingar eru sjálfkrafa bornir saman við Tiger Woods. „Það hefur ekkert ræst úr Sergio Garcia," sagði hann í kaldhæðnistón. „Hann hefur átt frábæru gengi að fagna á sínum ferli en í augum margra hefur honum mistekist að láta eitthvað verða úr sér vegna þess að hann hefur ekki unnið eitt stórmótanna. Hann ætti því bara að hætta þessu," sagði Howell. Sjálfur hefur Howell unnið tvö mót á ferlinum og bliknar auðvitað í samanburði við Tiger. En ef þeim samanburði er sleppt hefur Howell átt fínasta feril. Hann var á sínum tíma kostinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni og verið tvívegis valinn í keppnislið Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. „Tiger hefur sett viðmiðið allt of hátt. Margir ungir kylfingar verða einfaldlega að bíða þolinmóðir þar sem það er mjög algengt að menn toppi á sínum ferli á fertugsaldrinum." Við þetta má svo bæta að þegar Tiger varð þrítugur hafði hann unnið 54 mót á heimsvísu og tíu stórmót, þar af öll fjögur að minnst tvisvar. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Charles Howell hefur titil að verja á opna Northern Trust-mótinu sem hófst í dag í Bandaríkjunum en mótið er liður í PGA-mótaröðinni. Sýnt verður beint frá keppni á lokadegi mótsins á sunnudaginn en um er að ræða gríðarlega sterkt mót þar sem átta af tíu bestu kylfingum heimsins í dag keppa. Þeir sem eru fjarverandi eru Tiger Woods og Ernie Els. Howell er 28 ára gamall og fagnaði sigri á mótinu í fyrra eftir að hafa lagt Phil Mickelson í bráðabana. Flestir spekingar reikna þó með því að Adam Scott og Mike Weir verði í titilbaráttunni í ár en þó skal ekki afskrifa Howell sem hefur yfirleitt verið meðal efstu manna undanfarin ár. Hann ræddi um það hvernig það hefur verið fyrir unga kylfinga að hefja feril sinn í golfheiminum. Vandamálið er ekki slæmt gengi heldur að allir ungir og efnilegir kylfingar eru sjálfkrafa bornir saman við Tiger Woods. „Það hefur ekkert ræst úr Sergio Garcia," sagði hann í kaldhæðnistón. „Hann hefur átt frábæru gengi að fagna á sínum ferli en í augum margra hefur honum mistekist að láta eitthvað verða úr sér vegna þess að hann hefur ekki unnið eitt stórmótanna. Hann ætti því bara að hætta þessu," sagði Howell. Sjálfur hefur Howell unnið tvö mót á ferlinum og bliknar auðvitað í samanburði við Tiger. En ef þeim samanburði er sleppt hefur Howell átt fínasta feril. Hann var á sínum tíma kostinn nýliði ársins á PGA-mótaröðinni og verið tvívegis valinn í keppnislið Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. „Tiger hefur sett viðmiðið allt of hátt. Margir ungir kylfingar verða einfaldlega að bíða þolinmóðir þar sem það er mjög algengt að menn toppi á sínum ferli á fertugsaldrinum." Við þetta má svo bæta að þegar Tiger varð þrítugur hafði hann unnið 54 mót á heimsvísu og tíu stórmót, þar af öll fjögur að minnst tvisvar.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira