NBA í nótt: Lakers á flugi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2008 09:15 Kobe Bryant gat leyft sér að brosa í nótt. Nordic Photos / Getty Images Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt. Lakers vann Charlotte Bobcats, 106-97. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og Pau Gasol 26 stig. Þeir virðast ná afar vel saman á vellinum enda sjálfsagt fáir jafn ánægðir með komu Gasol og Bryant sjálfur. „Hin liðin þurfa nú að hafa mikið fyrir okkur eftir að Pau kom til okkar," sagði Bryant. Lakers setti þó ekki gallalausa sýningu á svið í gær og var nærri búið að gefa alla forystuna frá sér er Charlotte skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 89-86. En þá tók Bryant til sinna mála og kláraði í raun leikinn fyrir Lakers. Þetta var líka þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Raymond Felton skoraði 29 stig fyrir Charlotte og gaf þar að auki átta stoðsendingar. Nazr Mohammad skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst. Houston vann góðan sigur á Portland, 95-83. Yao Ming skoraði 25 stig í leiknum og stýrði sínum mönnum í Houston til síns sjöunda sigurs í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Brandon Roy lék á nýjan leik með liðinu eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans. Cleveland vann Orlando á útivelli, 118-111. Larry Hughes minnti rækilega á sig og skoraði 40 stig og LeBron James var með 29 stig, tíu stoðsendingar og sjö fráköst. San Antonio vann fimm stiga sigur á Toronto á útivelli, 93-88. Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Hann tók einnig fimmtán fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Philadelphia vann sinn fjórða leik í röð, í þetta sinn á Dallas, 84-76. Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Golden State vann Washington, 120-117, er Stephen Jackson skoraði 41 stig fyrir fyrrnefnda liðið - þar af sextán í fjórða leikhluta en Golden State var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta var áttundi tapleikur Washington í röð. LA Clippers vann sjö stiga sigur á Milwaukee, 96-89. NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
Allt virðist ganga LA Lakers í haginn eftir að Pau Gasol gekk til liðs við félagið en félagið vann sinn þriðja útivallarsigur í röð í nótt. Lakers vann Charlotte Bobcats, 106-97. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og Pau Gasol 26 stig. Þeir virðast ná afar vel saman á vellinum enda sjálfsagt fáir jafn ánægðir með komu Gasol og Bryant sjálfur. „Hin liðin þurfa nú að hafa mikið fyrir okkur eftir að Pau kom til okkar," sagði Bryant. Lakers setti þó ekki gallalausa sýningu á svið í gær og var nærri búið að gefa alla forystuna frá sér er Charlotte skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhluta og minnkaði muninn í 89-86. En þá tók Bryant til sinna mála og kláraði í raun leikinn fyrir Lakers. Þetta var líka þriðji leikurinn í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. Raymond Felton skoraði 29 stig fyrir Charlotte og gaf þar að auki átta stoðsendingar. Nazr Mohammad skoraði 22 stig og tók ellefu fráköst. Houston vann góðan sigur á Portland, 95-83. Yao Ming skoraði 25 stig í leiknum og stýrði sínum mönnum í Houston til síns sjöunda sigurs í röð. LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig fyrir Portland en Brandon Roy lék á nýjan leik með liðinu eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans. Cleveland vann Orlando á útivelli, 118-111. Larry Hughes minnti rækilega á sig og skoraði 40 stig og LeBron James var með 29 stig, tíu stoðsendingar og sjö fráköst. San Antonio vann fimm stiga sigur á Toronto á útivelli, 93-88. Manu Ginobili skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik á tímabilinu. Hann tók einnig fimmtán fráköst sem er persónulegt met hjá honum. Philadelphia vann sinn fjórða leik í röð, í þetta sinn á Dallas, 84-76. Andre Miller skoraði 21 stig fyrir Philadelphia. Golden State vann Washington, 120-117, er Stephen Jackson skoraði 41 stig fyrir fyrrnefnda liðið - þar af sextán í fjórða leikhluta en Golden State var mest ellefu stigum undir í þriðja leikhluta. Þetta var áttundi tapleikur Washington í röð. LA Clippers vann sjö stiga sigur á Milwaukee, 96-89.
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira