Singh og Hart með forystu á Pebble Beach Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2008 14:02 Dudley Hart náði fugli á 18. holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira