Singh og Hart með forystu á Pebble Beach Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2008 14:02 Dudley Hart náði fugli á 18. holu í gær. Nordic Photos / Getty Images Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Þeir Vijay Singh og Dudley Hart eru með forystu á Pro-Am mótinu á Pebble Beach í Kaliforníu fyrir lokakeppnisdaginn sem verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Meira en áratugur er liðinn síðan að Hart var síðast með forystu fyrir síðasta keppnisdaginn á PGA-móti og tæp átta ár eru síðan hann bar síðast sigur úr býtum á slíku móti. En árangur Hart er afar merkilegur, ekki síst fyrir þær sakir að hann keppti ekkert á síðustu sex mánuðum síðasta keppnistímabils þar sem kona hans greindist með krabbamein. Hún er þó á góðum batavegi eins og er. Hart og Singh hafa leikið á 207 höggum eða níu undir pari sem er besta skorið á mótinu á Pebble Beach eftir 54 holur síðan 1990. Dustin Johnson og Michael Allen eru næstir á eftir á sjö höggum undir pari. Phil Mickelson er ríkjandi meistari en komst ekki í gegnum niðurskurðinn í gær er hann lék fjórtándu holuna í gær á ellefu höggum. Hann var í ágætum málum fyrir holuna en kláraði svo á 78 höggum sem dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn, sem fyrr segir. Greg Norman komst ekki heldur í gegnum niðurskurðinn en hann lék á 79 höggum í gær og var tíu höggum frá niðurskurðinum. Hann lék á sínu fyrsta PGA-móti í átján mánuði um helgina.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira