NBA í nótt: Ótrúlegur leikur í Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. febrúar 2008 09:45 Peja Stojakovic bregður á leik eftir að hafa tryggt New Orleans sigur í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97 NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Phoenix hélt upp á komu Shaquille O'Neal með því að bjóða upp ótrúlegan leik gegn New Orleans í nótt. Leikurinn verður sýndur á Sýn annað kvöld. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var tvíframlengdur og skoraði Peja Stojakovic, leikmaður New Orleans, sigurkörfu leiksins um leið og lokaflautið gall með skoti rétt innan þriggja stiga línunnar, í nánast ómögulegri stöðu. Þetta var þriðji sigur New Orleans á Phoenix í jafn mörgum leikjum á tímabilinu en hann var mjög tæpur í þetta sinn. New Orlenas var með átta stiga forystu í hálfleik, 63-55, en þurftu samt engu að síður að jafna metin í lok leiksins. Stojakovic var þar að verki. Chris Paul fékk svo tækifæri til að skora sigurkörfu New Orleans í blálokin en hann missti marks. Það var svo Steve Nash sem tryggði Phoenix seinni framlenginguna með þriggja stiga jöfnunarskoti þegar átta sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni. Leandro Brabosa var svo nýbúinn að jafna metin fyrir Phoenix í seinni framlengingunni þegar að Stojakovic tryggði New Orleans sigur sem fyrr segir. Chris Paul var með 42 stig fyrir New Orleans, Stojakovic 26 stig og Jannero Pargo 22 stig. David West var með 21 stig og þrettán fráköst. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Phoenix með 32 stig auk þess sem hann gaf tólf stoðsendingar. Hann tapaði að vísu tíu boltum í leiknum. Amare Stoudamire var með 26 stig og 20 fráköst og þeir Boris Diaw og Barbosa með 22 stig hver. Atlanta vann sinn þriðja sigur í röð í nótt með góðum sigri á LA Lakers, 98-95. Joe Johnson skoraði úr fjórum vítaköstum á síðustu 23 sekúndum leiksins. Hann var stigahæstur með 28 stig en þeir Pau Gasol og Kobe Bryant náðu sér hvorugur almennilega á strik. Gasol hitti úr fimm af fjórtán skotum í leiknum og Bryant úr fjórum af sextán. Lamar Odom var stigahæstur leikmanna Lakers með nítján stig og Derek Fisher skoraði sautján stig. Dallas vann Milwaukee, 107-96, og náði Dirk Nowitzky sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum í NBA-deildinni með því að skora 29 stig, taka tíu fráköst og gefa tólf stoðsendingar. Orlando vann auðveldan sigur á New Jersey, 100-84, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum tólfta leik af síðustu fjórtán. Dwight Howard skoraði 21 stig fyrir Orlando og tók þrettán fráköst. San Antonio vann sigur á Washington, 85-77. Tim Duncan skoraði 23 stig fyrir San Antonio, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Miami Heat tapaði sínum 20 leik af síðustu 21 í nótt. Í þetta sinn fyrir Detroit, 100-95. Indiana og New York höfðu samanlagt tapað þrettán leikjum í röð þegar liðin mættust í nótt. Svo fór að Indiana vann, 103-100, og tapaði New York þar með sínum sjöunda leik í röð. Úrslit annarra leikja: Boston Celtics - LA Clippers 111-100 Denver Nuggets - Utah Jazz 115-118 Sacramento Kings - Seattle Supersonics 92-105Portland Trail Blazers - Chicago Bulls 100-97
NBA Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum