NBA í nótt: Níundi sigur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. febrúar 2008 08:52 Deron Williams hefur hér góðar gætur á Chris Paul. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz er heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir en liðið vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Liðið vann 22 stiga sigur á New Orleans sem um leið tapaði sínum þriðja leik í röð. Deron Williams var stigahæstur leikmanna Utah með 29 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar. Alls hitti hann úr ellefu af þrettán skotum sínum í leiknum. Williams hitti úr þremur þriggja stiga skotum en alls skoraði liðið úr fjórtán slíkum körfum í nótt sem er metjöfnun hjá liðinu. Kyle Korver hitti úr sex þriggja stiga skotum í leiknum. Carlos Boozer var með nítján stig og sautján fráköst fyrir Utah. Stigahæstur hjá New Orleans var Jannero Pargo með 24 stig en stórstjarnan Chris Paul náði sér ekki á strik. Hann skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar. Houston vann sinn áttunda sigurleik á útivelli í röð í nótt er liðið lagði Minnesota, 92-86. Tracy McGrady var með 26 stig og Yao Ming sextán. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 33 stig og sextán fráköst. Dallas vann góðan útisigur á Orlando, 107-98, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð. Josh Howard skoraði 28 stig fyrir Dallas en Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu hjá Orlando. Hann skoraði þrettán stig, gaf þrettán stoðsendingar og tók tólf fráköst. Miami Heat hefur tapað flestum leikjum í NBA-deildinni í vetur en í nótt kom stærsti sigur liðsins til þessa á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Toronto, 114-82, en Chris Bosh skoraði 24 stig fyrir Toronto og Andrea Bargnani 22 stig. Denver vann nauman sigur á Portland á útivelli, 105-103, þökk sé sigurkörfu Allen Iverson þegar tæp sekúnda var til leiksloka. Iverson skoraði 25 stig í leiknum en Carmelo Anthony var stigahæstur með 28 stig og fimmtán fráköst. Atlanta vann fimm stiga sigur á Philadelphia, 96-91. Josh Childress skoraði 21 stig og Josh Smith var með nítján stig, níu stoðsendingar og níu varin skot fyrir Atlanta sem var 20 stigum undir í fyrsta leikhluta. Phoenix vann öruggan sigur á Charlotte, 118-104, en liðið skoraði úr alls sextán þriggja stiga skotum í leiknum og þar af átti Raja Bell sjö körfur. Hann var með 24 stig í leiknum, rétt eins og Amare Stoudamire, en stigahæstur var Leandro Barbosa með 30 stig. LA Clippers vann sinn fyrsta útisigur í síðustu tíu útileikjum er liðið vann New York Knicks, 103-94. Corey Maggette var með nítján stig í leiknum en hann er nýstiginn upp úr flensu. Þetta var sjötta tap New York í röð. Að síðustu vann Chicago Bulls tíu stiga sigur á Seattle Supersonics, 118-108. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira
Utah Jazz er heitasta liðið í NBA-deildinni um þessar mundir en liðið vann sinn níunda leik í röð í NBA-deildinni í nótt. Liðið vann 22 stiga sigur á New Orleans sem um leið tapaði sínum þriðja leik í röð. Deron Williams var stigahæstur leikmanna Utah með 29 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar. Alls hitti hann úr ellefu af þrettán skotum sínum í leiknum. Williams hitti úr þremur þriggja stiga skotum en alls skoraði liðið úr fjórtán slíkum körfum í nótt sem er metjöfnun hjá liðinu. Kyle Korver hitti úr sex þriggja stiga skotum í leiknum. Carlos Boozer var með nítján stig og sautján fráköst fyrir Utah. Stigahæstur hjá New Orleans var Jannero Pargo með 24 stig en stórstjarnan Chris Paul náði sér ekki á strik. Hann skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar. Houston vann sinn áttunda sigurleik á útivelli í röð í nótt er liðið lagði Minnesota, 92-86. Tracy McGrady var með 26 stig og Yao Ming sextán. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 33 stig og sextán fráköst. Dallas vann góðan útisigur á Orlando, 107-98, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fjórða leik í röð. Josh Howard skoraði 28 stig fyrir Dallas en Hedo Turkoglu náði þrefaldri tvennu hjá Orlando. Hann skoraði þrettán stig, gaf þrettán stoðsendingar og tók tólf fráköst. Miami Heat hefur tapað flestum leikjum í NBA-deildinni í vetur en í nótt kom stærsti sigur liðsins til þessa á tímabilinu. Liðið tapaði fyrir Toronto, 114-82, en Chris Bosh skoraði 24 stig fyrir Toronto og Andrea Bargnani 22 stig. Denver vann nauman sigur á Portland á útivelli, 105-103, þökk sé sigurkörfu Allen Iverson þegar tæp sekúnda var til leiksloka. Iverson skoraði 25 stig í leiknum en Carmelo Anthony var stigahæstur með 28 stig og fimmtán fráköst. Atlanta vann fimm stiga sigur á Philadelphia, 96-91. Josh Childress skoraði 21 stig og Josh Smith var með nítján stig, níu stoðsendingar og níu varin skot fyrir Atlanta sem var 20 stigum undir í fyrsta leikhluta. Phoenix vann öruggan sigur á Charlotte, 118-104, en liðið skoraði úr alls sextán þriggja stiga skotum í leiknum og þar af átti Raja Bell sjö körfur. Hann var með 24 stig í leiknum, rétt eins og Amare Stoudamire, en stigahæstur var Leandro Barbosa með 30 stig. LA Clippers vann sinn fyrsta útisigur í síðustu tíu útileikjum er liðið vann New York Knicks, 103-94. Corey Maggette var með nítján stig í leiknum en hann er nýstiginn upp úr flensu. Þetta var sjötta tap New York í röð. Að síðustu vann Chicago Bulls tíu stiga sigur á Seattle Supersonics, 118-108.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Sjá meira