Ólafur Jóhannesson hefur valið þrjá nýliða í byrjunarlið íslenska landsliðsins sem mætir Hvít-Rússum í fyrsta leik sínum á æfingamótinu á Möltu í dag. Þetta eru markvörðurinn Stefán Magnússon og miðjumennirnir Aron Gunnarsson og Bjarni Viðarsson.
Íslenska liðið mætir Möltu á mótinu á mánudaginn og Armenum á miðvikudaginn. Hér fyrir neðan er byrjunarlið Íslands.
Markvörður: Stefán Logi Magnússon
Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson
Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðverðir: Bjarni Guðjónsson og Atli Sveinn Þórarinsson
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Stefán Gíslason, fyrirliði og Bjarni Þór Viðarsson
Hægri kantur: Theódór Elmar Bjarnason
Vinstri kantur: Tryggvi Guðmundsson
Framherji: Helgi Sigurðsson