OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi.
Tekjur á síðasta ári námu 4.305 milljónum sænskra króna samanborið við 3.610 milljónir í hitteðfyrra. Þar af námu tekjurnar á fjórða ársfjórðungi 1.113 milljónum á fjórða ársfjórðungi.
Hagnaður á hlut nam 8,12 krónum samanborið við 7,64 krónur. Hins vegar er ekki útlit fyrir að arðgreiðslur verði greiddar.
Nasdaq-kauphöllin í Bandaríkjunum keypti OMX-samstæðuna á síðasta ári og er reiknað með að samruna kauphallanna ljúki á fyrsta fjórðungi þessa árs.
Magnus Böcker, forstjóri OMX, er hæstánægður með afkomuna enda hafi afkoma kauphallarsamstæðunnar aukist í öllum liðum.
Uppgjör OMX

