Ólafur Jóhannesson hefur valið sex nýliða í íslenska landsliðshópinn sem tekur þátt í æfingamóti á Möltu í byrjun næsta mánaðar.
Aðeins einn af leikdögunum á mótinu er alþjóðlegur leikdagur og verða því atvinnumenn erlendis ekki gjaldgengir nema í í síðasta leik mótsins, gegn Armeníu.
Þeir Theodór Elmar Bjarnason, Bjarni Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson munu einungis geta tekið þátt í fyrsta leiknum á mótinu þar sem U21-lið Íslands mætir Kýpur ytra þann 6. febrúar, sama dag og Ísland mætir Armeníu.
Auk nýliðanna sex eru sautján leikmenn sem eiga færri en fimm landsleiki að baki.
Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði verður ekki með á mótinu.
Magnús Þórisson verður einnig með í för sem einn af dómurum mótsins.
Leikir Íslands:
2. febrúar: Hvíta-Rússland
4. febrúar: Malta
6. febrúar: Armenía
Hópurinn:
Markverðir:
Fjalar Þorgeirsson, Fylki
Kjartan Sturluson, Val
Stefán Logi Magnússon, KR.
Markverðirnir verða allir með í öllum leikjum Íslands á mótinu.
Aðrir leikmenn sem geta spilað á öllu mótinu:
Helgi Sigurðsson, Val
Tryggvi Guðmundsson, FH
Bjarni Guðjónsson, ÍA
Stefán Gíslason, Bröndby
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Baldur Aðalsteinsson, Val
Matthías Guðmundsson, FH
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Birkir Már Sævarsson, Val
Bjarni Ólafur Eiríksson, Val
Davíð Þór Viðarsson, FH
Sverrir Garðarsson, FH
Eyjólfur Héðinsson, GAIS
Jónas Guðni Sævarsson, KR
Pálmi Rafn Pálmason, Val
Þeir leikmenn sem geta spilað í fyrsta leik:
Theodór Elmar Bjarnason, Lyn
Aron Einar Gunnarsson, AZ
Bjarni Þór Viðarsson, Everton
Þeir leikmenn sem geta spilað síðustu tvo leikina:
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Þeir leikmenn sem geta spilað síðasta leikinn:
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, Bolton
Emil Hallfreðsson, Reggina
Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg