Houston lagði San Antonio 20. janúar 2008 08:15 Tracy McGrady lék með Houston á ný í nótt Nordic Photos / Getty Images Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio á heimavelli 83-81 þar sem Tracy McGrady lék á ný með liði Houston eftir að hafa misst úr 11 leiki vegna hnémeiðsla. Yao Ming var atkvæðamestur í liði Houston með 21 stig og 14 fráköst en Tim Duncan skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio. Tracy McGrady hitti aðeins úr 4 af 12 skotum sínum í leiknum og virtist sárþjáður, en hann lagði sitt af mörkum í sigrinum. San Antonio tapaði þarna fjórða leik sínum af síðustu sex. Sacramento vann góðan útisigur á Indiana 110-104. Mikki Moore skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Danny Granger setti 26 stig fyrir Indiana. Áhorfendur í Indiana bauluðu á Ron Artest, fyrrum leikmann félagsins. Orlando skellti Portland á heimavelli 101-94. Hedo Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando en Brandon Roy 25 fyrir Portland. Philadelphia lagði Toronto á heimavelli 99-95. Willie Green skoraði 23 stig fyrir Philadelphia en Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Toronto. Charlotte vann auðveldan heimasigur á Memphis á heimavelli 105-87 og vann þar með fyrsta sigurinn í stuttri sögu félagsins á Memphis. Jason Richardson var frábær í liði Charlotte með 38 stig og 14 fráköst en Pau Gasol skoraði 28 stig frir Toronto. Vonbrigðin leyna sér ekki í svip Dwyane WadeNordicPhotos/GettyImages Enn tapar Miami New York tók góðan endasprett og lagði Miami á útivelli 88-84 og færði lánlausum heimamönnum 13. tapið í röð. Jamaal Crawford skoraði 22 stig fyrir New York en Dwyane Wade skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Miami. Shaquille O´Neal skoraði 10 stig og hirti 5 fráköst á 24 mínútum. Chicago vann nokkuð öruggan heimasigur á Detroit 97-81 og var þetta sjötti sigur Chicago á Detroit í síðustu sjö viðureignum liðanna í deildarkeppninni. Detroit sló Chicago nokkuð örugglega út úr úrslitakeppninni í fyrra. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Ben Gordon var með 33 stig hjá Chicago. Golden State lagði Milwaukee 119-99 á útivelli þar sem liðið tryggði sér sigur með því að vinna þriðja leikhlutann 41-22. Al Harrington skoraði 27 stig fyrir Golden State en Michael Redd skoraði 24 stig fyrir heimamenn. Dallas vann öruggan sigur á Seattle 111-96. Dirk Nowitzki skoraði 20 stig í jöfnu liði Dallas en Wally Szczerbiak var með 26 stig hjá Seattle. Denver lagði Minnesota naumlega á útivelli 111-108 þar sem Allen Iverson skoraði 35 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 23 stig og hirti 10 fráköst. Rashad McCants skoraði 23 stig fyrir Minnesota, Ryan Gomes var með 20 stig og Al Jefferson var með 20 stig og 16 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Jersey eftir framlengdan leik 120-107 á heimavelli sínum. Richard Jefferson skoraði 21 stig fyrir New Jerse og Vince Carter 20, en Corey Maggette skoraði 31 stig fyrir Clippers, Sam Cassell og Al Thornton 22 og Chris Caman skoraði 10 stig, hirti 12 fráköst og varði 9 skot. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira