USA Tody hefur upplýst að nú sé það ekki spurning um "hvort", heldur "hvar" og "hvenær" sem þeir Oscar de la Hoya og Floyd Mayweather mætast í hringnum á ný.
Þeir félagar slógu öll met í fyrra þegar þeir mættust í miklum gróðabardaga þar sem Mayweather sigraði. Bardaginn sló öll met hvað varðar tekjuöflun.
Nú hafa umboðsmenn beggja víst náð samkomulagi um peningahliðina á dæminu og því á aðeins eftir að finna stað og stund. Því er spáð að þeir muni mætast í september á þessu ári í heimaborg annars þeirra - LA eða Las Vegas.