NBA í nótt: Golden State vann San Antonio í framlengingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2008 09:02 Baron Davis átti stórleik með Golden State í gær. Nordic Photos / Getty Images Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20. NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Baron Davis og Stephen Jackson áttu stjörnuleik er lið þeirra, Golden State, vann San Antonio Spurs í framlengdum leik í nótt, 130-121. Davis var á góðri leið með að tryggja sínum mönnum sigur í fjórða leikhluta með hverri körfunni á fætur annarri en Tony Parker bjargaði sínum mönnum með þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka. Í framlengingunni skoraði Stephen Jackson tólf stig og Davis lét sitt ekki eftir liggja, gaf þrjár stoðsendingar og skoraði mikilvæga körfu. Golden State vann öruggan níu stiga sigur í framlengingunni. Davis var samtals með 34 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Auk þess átti hann hlut í 28 stigum á síðustu tíu mínútum leiksins með því að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu. Jackson var með 29 stig en stigahæstur hjá San Antonio var Tim Duncan með 32 stig og þrettán fráköst. Tony Parker kom næstur með 31 stig og átta stoðsendingar. Leikkonan Jessica Alba var meðal áhorfenda á leik Golden State og San Antonio í nótt. Unnusti hennar, Cash Warren, er góðvinur Baron Davis. Hér faðmar hún Tony Parker, leikmann San Antonio.Nordic Photos / Getty Images Aðeins voru tveir leikir í NBA-deildinni í nótt en í hinum vann Phoenix Suns 22 stiga sigur á Denver Nuggets, 137-115, í uppgjöri tveggja toppliða í Vesturdeildinni. Shawn Marion skoraði 27 stig í leiknum, tók fjórtán fráköst og varði sex skot og átti stærstan þátt í því að binda enda á þriggja leikja sigurgöngu Denver. Alls skoruðu leikmenn Phoenix 20 þriggja stiga körfur í leiknum, Marion átti þar af fimm. Metið í NBA-deildinni er 21 þriggja stiga karfa hjá einu liði. Amare Stoudamire og Grant Hill voru með 20 stig hver en sá fyrrnefndi var einnig með tíu fráköst. Steve Nash var með þrettán stig og tíu stoðsendingar. Hjá Denver var Allen Iverson stigahæstur með 32 stig og Carmelo Anthony var með 20.
NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum