Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar 22. nóvember 2008 18:53 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding
Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52