Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar 22. nóvember 2008 18:53 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Lárus segir að það sé rangt sem haldið er fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins að verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar hjá Glitni. Um lánveitingar til tengdra aðila hafi gilt strangar reglur sem bankinn hafi fylgt. Yfirlýsing Lárusar í heild sinni:Sem fyrrverandi forstjóri gamla Glitnis banka hf. harma ég að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. Í greininni eru rangfærslur og þar eru dregnar rangar ályktanir út frá takmörkuðum upplýsingum. Ég tek fram að við vinnslu þessarar fréttar var ekki haft samband við mig. Umfjöllun um málefni banka og viðskiptavini þeirra er trúnaðarmál sem lýtur ströngum reglum. Í þeim efnum er ábyrgð fjölmiðla mikil og afar mikilvægt að þeir fari jafnframt að lögum. Eins og allir starfsmenn fjármálafyrirtækja er ég bundinn af bankaleynd og á því erfitt með að svara einstökum atriðum og ávirðingum sem Morgunblaðið setur fram í grein sinni. Ég vil þó koma eftirfarandi á framfæri: Morgunblaðið heldur því fram að verklagsreglur við lánveitingar sem fjallað er um hafi verið brotnar hjá bankanum. Þetta er rangt. Hvað varðar lán til FL Group vil ég árétta að um lánveitingar til tengdra aðila gilda strangar reglur og var þeim fylgt í einu og öllu í minni forstjóratíð. Fjármálaeftirlitið (FME) gerði í nóvember 2007 úttekt á málum varðandi Stím ehf. sem Morgunblaðið fjallar um og afhenti bankinn FME allar upplýsingar um lánveitingar til félagsins. Á þeim tíma sem ég gegndi starfi forstjóra Glitnis átti ég mjög tíð og opin samskipti við Fjármálaeftirlit og Seðlabanka og fór ég og meðstjórnendur mínir að öllu leiti að þeirra tilmælum. Þau lutu einkum að þeim sameiginlegu markmiðum bankans og eftirlitsaðila að bankinn bætti tryggingastöðu sína, drægi úr lánveitingum til eignarhaldsfélaga, styrkti eiginfjárhlutfall og minnkaði efnahagsreikning sinn. Að þessu var unnið. Nú hefur verið ákveðið að málefni gömlu bankanna verði rannsökuð til hlítar. Ég fagna því en tel mikilvægt að rannsóknin verði framkvæmd af þar til bærum óháðum erlendum sérfræðingum og að þeim verði veitt nægilegt svigrúm við þá rannsókn. Virðingarfyllst, Lárus Welding
Stím málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52