Bandaríska stúlkan Tiffany Roberson verður áfram í herbúðum Grindavíkur í Iceland Express deildinni næsta vetur. Roberson var einn besti leikmaður deildarinnar síðasta vetur og fór fyrir liðinu þegar það vann Lýsingarbikarinn í vor.
Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur staðfesti að Roberson væri væntanleg til landsins á ný í september í samtali við karfan.is í dag. Hann sagðist reikna með því að Roberson yrði eini erlendi leikmaðurinn í herbúðum Grindvíkinga í vetur.