Austurríska lögreglan er sögð vera að rannsaka hvort Josef Fritzl tengist morði á ungri stúlku, sem aldrei hefur verið upplýst.
Sky fréttastofan segir frá þessu. Josef Fritzl þarf varla að kynna. Hann er þekktur um allan heim fyrir að hafa fangelsað dóttur sína í tuttugu og fjögur ár, nauðgað henni og getið með henni sjö börn.
Eitt þeirra lést og brenndi Fritzl lík þess í kyndiklefa fjölbýlishússins sem hann á.