Mannlega mælistikan Vranes 18. september 2008 10:37 Slavko Vranes gnæfði yfir hinn 2 metra háa Friðrik Stefánsson Mynd/Vísir Miðherjinn Slavko Vranes vakti mikla athygli í Laugardalshöllinni gær þegar Svartfellingar lögðu Íslendinga 80-66 í Evrópukeppninni í körfubolta. Vranes spilaði reyndar ekki nema tvær mínútur og skilaði tveimur stigum í leiknum, en hæð kappans var umræðuefni margra í höllinni. Hann er 230 cm á hæð og gnæfði yfir íslensku leikmennina eins og sjá má á mynd með fréttinni. Telja má nokkuð víst að Vranjes sé hávaxnasti körfuboltamaður sem spilað hefur á Íslandi. Framlag Vranes til leiksins var ekki stórkostlegt, en hann gegndi áhugaverðu hlutverki þegar Svartfellingar mættu í Laugardalshöllina eftir því sem starfsmaður í Höllinni tjáði Vísi. "Mér fannst Svartfellingarnir nokkuð þurrir á manninn og það fyrsta sem þeir vildu láta athuga þegar þeir komu í Höllina var hvort körfurnar væru í réttri hæð. Þeir notuðu Vranes sem mælistiku og hann þurfti ekki einu sinni að lyfta sér á tærnar til að grípa um körfuhringinn," sagði starfsmaðurinn. "Hún er of lág," á risinn að hafa sagt - og við nánari athugun kom í ljós að hringurinn var 3 cm lægri en lög gerðu ráð fyrir. Þess má geta að lögleg hæð á körfuhring er 305 cm frá gólfi. Svartfellingar mættu til Íslands með gríðarlegt föruneyti og talið var að þarna hefðu verið á ferðinni í kring um 50 manns, eða talsvert fleiri en gengur og gerist. Einn þeirra, eldri maður, hélt upp á sigurinn á íslenska liðinu með því að kveikja sér í digrum vindli fyrir utan búningsherbergið eftir leikinn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Miðherjinn Slavko Vranes vakti mikla athygli í Laugardalshöllinni gær þegar Svartfellingar lögðu Íslendinga 80-66 í Evrópukeppninni í körfubolta. Vranes spilaði reyndar ekki nema tvær mínútur og skilaði tveimur stigum í leiknum, en hæð kappans var umræðuefni margra í höllinni. Hann er 230 cm á hæð og gnæfði yfir íslensku leikmennina eins og sjá má á mynd með fréttinni. Telja má nokkuð víst að Vranjes sé hávaxnasti körfuboltamaður sem spilað hefur á Íslandi. Framlag Vranes til leiksins var ekki stórkostlegt, en hann gegndi áhugaverðu hlutverki þegar Svartfellingar mættu í Laugardalshöllina eftir því sem starfsmaður í Höllinni tjáði Vísi. "Mér fannst Svartfellingarnir nokkuð þurrir á manninn og það fyrsta sem þeir vildu láta athuga þegar þeir komu í Höllina var hvort körfurnar væru í réttri hæð. Þeir notuðu Vranes sem mælistiku og hann þurfti ekki einu sinni að lyfta sér á tærnar til að grípa um körfuhringinn," sagði starfsmaðurinn. "Hún er of lág," á risinn að hafa sagt - og við nánari athugun kom í ljós að hringurinn var 3 cm lægri en lög gerðu ráð fyrir. Þess má geta að lögleg hæð á körfuhring er 305 cm frá gólfi. Svartfellingar mættu til Íslands með gríðarlegt föruneyti og talið var að þarna hefðu verið á ferðinni í kring um 50 manns, eða talsvert fleiri en gengur og gerist. Einn þeirra, eldri maður, hélt upp á sigurinn á íslenska liðinu með því að kveikja sér í digrum vindli fyrir utan búningsherbergið eftir leikinn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira