4. flokkur drengja hjá Fjölni náði virkilega góðum árangri á Norway-Cup í Noregi á dögunum. Strákarnir náðu í bronsverðlaun á mótinu í flokki drengja sem fæddir eru 1994.
Norway-Cup er eitt stærsta mót heims í þessum aldursflokki en um 200 lið tóku þátt í þessum flokki. Fjölnisliðið vann riðil sinn með yfirburðum, endaði með fullt hús stiga og markatöluna 23-1.
Liðið lagði síðan m.a. úrvalslið frá Slóvakíu og norska liðið Lilleström í leið sinni í undanúrslitin. Í undanúrslitum tapaði Fjölnir fyrir úrvalsliði frá Jamaíka sem valið var úr 50 skólum í landinu.