Öruggt hjá Grindavík í Smáranum 16. nóvember 2008 21:11 Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur hjá Grindavík í kvöld Mynd/Anton Brink Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar héldu sínu striki í toppbaráttunni þegar þeir lögðu Blika 79-61 í Smáranum. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu í leiknum og spiluðu grimma pressuvörn sem reyndist heimamönnum erfið viðureignar. Sóknarleikur Grindvíkinga hefur þó oft verið betri og virkuðu suðurnesjamenn hálf daufir á köflum. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig, Páll Kristinsson skoraði 15 stig og Arnar Freyr Jónsson skoraði 8 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Daníel Guðmundsson og Nemanja Sovic skoruðu 18 stig hvor í liði Breiðabliks en Sovic hirti auk þess 17 fráköst. Á Akureyri fór fram norðurlandsslagur þar sem Tindastóll heimsótti Þór. Stólarnir höfðu betur 82-77 í hörkuleik þar sem gestirnir sigu fram úr í fjórða leikhlutanum. Cedric Isom var að venju stigahæstur hjá Þórsurum með 33 stig og þeir Baldur Jónasson og Guðmundur Jónsson 15 hvor. Darrell Flake skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Tindastól og þeir Alan Fall og Svavar Birgisson skoruðu 18 stig hvor. Loks vann Snæfell öruggan heimasigur á FSu í Stykkishólmi 88-61. Sigurður Þorvaldsson skoraði 25 stig fyrir Snæfell og þeir Hlynur Bæringsson og Jón Jónsson skoruðu báðir 23 stig og hirtu 12 fráköst. Tyler Dunaway var stigahæstur í liði FSu með 16 stig, en segja má að úrslit leiksins hafi ráðist í frákastabaráttunni þar sem Snæfell hafði betur 46-21. Eins og sjá má á þeirri tölfræði voru tveir frákastahæstu menn Snæfells með fleiri fráköst í leiknum en allt FSu liðið. Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Grindvíkingar héldu sínu striki í toppbaráttunni þegar þeir lögðu Blika 79-61 í Smáranum. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu í leiknum og spiluðu grimma pressuvörn sem reyndist heimamönnum erfið viðureignar. Sóknarleikur Grindvíkinga hefur þó oft verið betri og virkuðu suðurnesjamenn hálf daufir á köflum. Páll Axel Vilbergsson var stigahæstur hjá Grindavík með 21 stig, Páll Kristinsson skoraði 15 stig og Arnar Freyr Jónsson skoraði 8 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Daníel Guðmundsson og Nemanja Sovic skoruðu 18 stig hvor í liði Breiðabliks en Sovic hirti auk þess 17 fráköst. Á Akureyri fór fram norðurlandsslagur þar sem Tindastóll heimsótti Þór. Stólarnir höfðu betur 82-77 í hörkuleik þar sem gestirnir sigu fram úr í fjórða leikhlutanum. Cedric Isom var að venju stigahæstur hjá Þórsurum með 33 stig og þeir Baldur Jónasson og Guðmundur Jónsson 15 hvor. Darrell Flake skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Tindastól og þeir Alan Fall og Svavar Birgisson skoruðu 18 stig hvor. Loks vann Snæfell öruggan heimasigur á FSu í Stykkishólmi 88-61. Sigurður Þorvaldsson skoraði 25 stig fyrir Snæfell og þeir Hlynur Bæringsson og Jón Jónsson skoruðu báðir 23 stig og hirtu 12 fráköst. Tyler Dunaway var stigahæstur í liði FSu með 16 stig, en segja má að úrslit leiksins hafi ráðist í frákastabaráttunni þar sem Snæfell hafði betur 46-21. Eins og sjá má á þeirri tölfræði voru tveir frákastahæstu menn Snæfells með fleiri fráköst í leiknum en allt FSu liðið.
Dominos-deild karla Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira