Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar.
Það verða aðstoðarmaður Braga, Eyjólfur Örn Jónsson, og Jón Kr. Gíslason sem taka munu við þjálfum liðsins þar til eftirmaður Braga finnst.
Bragi hefur verið þjálfari Stjörnunnar í tvö ár og kom liðinu upp í úrvalsdeild fyrir síðustu leiktíð þegar árangur liðsins fór nokkuð fram úr væntingum.
Stjarnan er í næstneðsta sæti Iceland Express deildarinnar með aðeins tvo sigra í tíu leikjum.