Greiddi ekki skatt af launum Bailey árið 2005 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 23:19 Damon Bailey í leik með Grindavík í haust. Mynd/Stefán Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson" Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson"
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36
Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20