Mikill skellur á Wall Street - fjárfestar halda í vonina 7. október 2008 21:41 Miðlarar á bandarískum fjármálamörkuðum í vikunni. Mynd/AP Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa tók dýfu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag. Fjárfestar vænta þess nú að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti vegna aðstæðna á mörkuðum. Fréttastofan Associated Press segir fjárfesta uggandi um stoðir hagkerfisins og efast um að viðamiklar björgunaraðgerðir bandarískra stjórnvalda nái að koma því aftur á réttan kjöl. Þá spilar inn í að bandaríski seðlabankinn greindi frá því í dag að hann hyggist kaupa skammtímaskuldabréf fyrirtækja og muni fjármálaráðuneytið gangast í ábyrgðir gagnvart seðlabankanum. Í tilkynningu seðlabankans segir að þessi aðgerð sé „nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlegar truflanir á fjármagnsmörkuðum og efnahagslífinu“. Þetta er fimmti lækkunardagurinn í Bandaríkjunum í röð og eykur mjög á svartsýni fjárfesta, sem nú þykjast greint von í svartnættinu í minnipunktum bandaríska seðlabankans, sem birtir voru í dag. Það eykur von manna, að bandaríski seðlabankinn feti í fótspor ástralska bankans og lækki stýrivexti á næstunni. Búist er við að evrópski seðlabankinn fylgi í kjölfarið en stýrivextir á evrusvæðinu hafa aldrei verið hærri og þykja þrengja mjög að fyrirtækjum í evrulöndunum á sama tíma og aðstæður í efnahagsmálum eru með versta móti. Dow Jones-hrundi um 5,11 prósent í rúm 9.400 stig og hefur hún ekki verið lægri í fimm ár. Þá féll Nasdaq-vísitalan um 5,80 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira