Sigurður Ingimundarson og Ágúst Björgvinsson, þjálfarar karla- og kvennalandsliðanna í körfubolta, hafa valið liðin sem mæta úrvalsliðunum í stjörnuleikjum KKÍ sem fram fara á Ásvöllum 13. desember.
Lið þeirra tveggja munu etja kappi við sérstök úrvalslið innlendra og erlendra leikmanna sem þjálfuð verða af Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR í karlaflokki og Yngva Gunnlaugssyni þjálfara kvennaliðs Hauka.
Landsliðshópur Sigurðar er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Jón Arnór Stefánsson, KR
Jakob Sigurðarson, KR
Helgi Magnússon, KR
Fannar Ólafsson, KR
Sigurður Þorsteinsson, Keflavík
Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík
Hlynur Bæringsson, Snæfelli
Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli
Hreggviður Magnússon, ÍR
Sveinbjörn Claessen, ÍR
Magnús Gunnarsson, Njarðvík
Logi Gunnarsson, Njarðvík
Landsliðshópur Ágústs er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Keflavík
Guðrún Ósk Ámundarsdóttir, KR
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík
Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Hafrún Hálfdánardóttir, Hamar
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar
Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hamar