Eigum ekki átján treyjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 14:47 Lyfta KB-menn bikarnum á loft í ár? Mynd/E. Stefán KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir." Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir."
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann