Eigum ekki átján treyjur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 14:47 Lyfta KB-menn bikarnum á loft í ár? Mynd/E. Stefán KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir." Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira
KR tekur annað kvöld á móti KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla. „Stórleikur umferðarinnar," segja aðstandendur félaganna. Leiknum hefur verið frestað til klukkan 21.00 annað kvöld. Það þýðir að þeir sem hafa áhuga á leiknum þurfa ekki að velja milli hans og leiks Þýskalands og Portúgals á EM sem verður fyrr um kvöldið. Félögin héldu sameiginlegan blaðamannafund í KR-heimilinu í dag þar sem Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, og Þórður Einarsson, leikmaður og þjálfari KB, sátu fyrir svörum. „Ég er sjálfur uppalinn Breiðhyltingur og er því mjög ánægður með að fá KB í heimsókn," sagði Rúnar. „Það er auðvitað leiðinlegt að annað liðið þurfi að detta úr leik en það er alveg ljóst að við ætlum okkur ekki að vanmeta andstæðing okkar. KB vann Njarðvík í síðustu umferð og sjálfir gerðum við jafntefli við Njarðvík á undirbúningstímabilinu." „Við munum stilla upp sterku liði þó svo að það verði einhverjar breytingar frá síðasta leik," sagði Rúnar. Þórður var mjög sigurviss fyrir leikinn og spáði því að hann myndi skora sigurmarkið úr vítaspyrnu á 87. mínútu. „KB ætlar sér sigur í bikarkeppninni og komið að KR á morgun. Við ætlum okkur sigur." KB leikur í 3. deildinni og er í beinum tengslum við Leikni. Sumir leikmanna félagsins léku áður með Leikni eða eru þá í láni frá Leikni hjá félaginu. Þórður sagði æfingar hefðu gengið vel fyrir leikinn þó þær hafi ekki verið fjölmennar. „Við tókum mjög góða æfingu á mánudagskvöldið en vorum að vísu bara tíu sem mættum. Þetta var samt mjög góð æfing. Ætli það verði þó ekki fullmannað í kvöld." Hann býst þó ekki við að liðið verði með fullmannaða leikskýrslu í leiknum annað kvöld þó svo að liðið sé með nógu marga leikmenn á sínum snærum. „Við eigum ekki átján treyjur. Þær eru líklegast bara sextán. Svo höfum við ekki haft efni á að kaupa markmannstreyju," sagði Þórður. Leikurinn hefur þó og verður áfram vel auglýstur og vonast forráðamenn félaganna eftir góðri mætingu. „Það væri gaman að fá þúsund manns á völlinn. Sérstaklega vonumst við til þess að Miðjan mæti. Okkar stuðningsmenn, Leifsmenn, ætla að fjölmenna á völlinn og yfirgnæfa Miðjuna - ef hún mætir."
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sjá meira