Spron fellur um 17% - í lægsta gildi

Gengi hlutabréfa í Spron féll um 17,39 prósent fyrir stundu og stendur það nú í 1,9 krónu á hlut. Það hefur aldrei verið lægra. Viðskipti hófust í Kauphöllinni með bréf í sparisjóðnum 23. október fyrir rétt tæpu ári og stóð það í byrjun dags í 18,9 krónum á hlut. Það fór aldrei upp fyrir upphafsgengið. Fallið á árinu nemur þessu samkvæmt 90 prósentum.