Landvinningar í Kína 27. ágúst 2008 00:01 Óskar Jónsson Fréttablaðið/Arnþór Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árnason að verkefninu sem fjárfestir og fyrir rúmu ári bættist fjárfestingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður-Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu," segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhongshan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinnsóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavinur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunarverkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleiðum við alla innsóla í dömuskó frá Ecco." Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildarframleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í framtíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslugetan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag." Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensínverðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni framleiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaupsýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi." Markaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira
Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Þremur árum síðar kom Árni Þór Árnason að verkefninu sem fjárfestir og fyrir rúmu ári bættist fjárfestingarfélagið Kjalar í hópinn. „Í Kína eru árlega framleidd 10 milljarðar skópara en 70 prósent allrar skóframleiðslu eru í Suður-Kína. Ég fór því út einn míns liðs og vann að uppsetningunni á verksmiðjunni. Í dag erum við með 2.400 fermetra verksmiðju og 35 manns í vinnu," segir Óskar. Verksmiðjan er í Zhongshan og framleiðir harðkorna sóla og sprautusteypta plastinnsóla sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á í Asíu. „Fyrsti viðskiptavinur okkar var Cintamani en núna erum við í þróunarverkefnum með Adidas, Nike, Timberland og Lacross. Auk þess framleiðum við alla innsóla í dömuskó frá Ecco." Green Diamond hefur nýlega gert samning við Ecco um framleiðslu á 5 milljónum para á næstu þremur árum. „Við höfum fengið til liðs við okkur undirverktaka þannig að heildarframleiðslugeta okkar gæti verið 30 til 40.000 pör á dag. Í framtíðinni geri ég mér vonir um að við munum bæta við fleiri vélum þannig að framleiðslugetan okkar gæti mögulega farið upp í 100.000 pör á dag." Óskar er bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir að framleiðslukostnaður í Kína hafi aukist um 50 prósent á síðustu 3 árum í kjölfar nýrrar vinnulöggjafar, hækkandi bensínverðs og veikingar dollarans. „Ég held að Kínverjar muni framleiða enn meira eftir 5 til 10 ár. Kínverjarnir eru snjallir kaupsýslumenn og hafa skapað sér dýrmæta þekkingu auk þess sem innanlandsmarkaður í Kína fer ört stækkandi."
Markaðir Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Sjá meira