Vil ekki vera túristi í Peking 3. júlí 2008 18:30 Einar gefur ekki kost á sér á Ólympíuleikana Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir Ólympíuleikana í Peking í næsta mánuði. Guðjón Guðmundsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einar og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa mánaðar og ætlar Einar að láta fjölskylduna hafa forgang. Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann hafi ekki fengið að spila eins mikið og hann hefði óskað í síðustu verkefnum með landsliðinu. "Eins og síðasti mánuður spilaðist ákvað ég að eyða ekki öðrum mánuði í ekki neitt. Ég var bara ósáttur við hvað ég fékk lítil tækifæri þennan síðasta mánuð og ég vil miklu frekar vera heima hjá nýfæddu barni en að vera túristi þarna í Peking," sagði Einar í samtali við Vísi. Einar segir að það hefði komið til greina að gefa kost á sér ef hann og kona hans hefðu ekki átt von á barni. Hann segist ósáttur við hversu lítið hann fékk að spila í verkefnum landsliðsins í sumar, en virðir ákvörðun Guðmundar þjálfara. "Það getur vel verið að ég hefði gefið kost á mér ef við hefðum ekki átt von á barni, því það er nú auðvitað gaman að spila á Ólympíuleikum. Ég er ósáttur við að hafa ekki fengið að spila meira en þetta er ákvörðun þjálfarans. Það er greinilega eitthvað sem þeir eru ekki að "fíla" við mig, en það verður bara að hafa það. Það getur alveg eins einhver annar setið þarna á bekknum eins og ég, þó ég telji mig nú geta hjálpað liðinu meira en ég hef fengið tækifæri til að sýna," sagði Einar. "Ég er fyrst og fremst að hugsa um að spila mig í form og er að æfa á fullu núna," sagði Einar, sem er aftur kominn á kunnuglegar slóðir hjá Grosswallstadt í þýsku úrvalsdeildinni. "Það er hugur í mönnum hérna núna og félagið ætlar að taka smá áhættu. Liðið er búið að sigla lygnan sjó undanfarin ár en nú eru væntingar gerðar til liðsins - sennilega í fyrsta skipti í 60 ár," sagði Einar léttur í bragði. Einar hefur leikið 73 landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 215 mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Sjá meira