Þrír leikir voru á dagskrá í N1 deild karla í handbolta í dag. Íslandsmeistarar Hauka lögðu Stjörnuna nokkuð örugglega á Ásvöllum 28-21 eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik.
Sigurbergur Sveinsson og Kári Kristjánsson skoruðu 6 mörk hvor fyrir meistarana en Guðmundur Guðmundsson (6) og Björgvin Hólmgeirsson (5) voru atkvæðamestir hjá Stjörnunni.
Valsmenn lögðu Víkinga með fimm mörkum á útivelli 34-29 og Framarar lögðu HK-menn í Digranesi 27-23.