Merkileg bók um listamann 28. nóvember 2008 03:00 Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri listamönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstraktsins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmaður hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfssonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson skrifar um Elías B. Halldórsson Myndlist í samfélagi eins og því íslenska hefur löngum verið snortin af óskrifuðum boðum og bönnum, jafnvel tískusveiflum, þó svo hugtakið tíska nái ekki vel til þess ástands sem hampar einni eða fleiri listastefnum en sneiðir hjá eða hafnar öðrum. Þannig hafa gengið yfir tímabil þar sem margir agnúuðust út í afstrakt sem „óæðri list“ meðan aðrir litu á hlutbundna myndlist sem „gamaldags drasl“ og konseptlist var „inni“ en máverk „úti“. Eins og ekkert væri sjálfsagðara. Mörg undanfarin ár hafa æ fleiri hafnað slíkum dilkadrætti og horft til fjölbreytni í myndlist og gæða (á margvíslegan mælikvarða) fremur en tilteknar skólastefnur eða hópmyndanir. Sumir vilja kenna þetta (eða þakka) svoköllum póstmódernisma. Mér er nær að halda að töluverðu almennu frjálslyndi, aukinni víðsýni vegna meiri ferðalaga en áður og höfnun kennisetninga í listum sé um að kenna (eða þakka). Engu að síður eimir enn eftir af stimplunum sem úthlutað var í gömlu umræðunni. Eitt einkenna hennar var að þar komu örfáir sérfræðingar við sögu ásamt mun fleiri listamönnum sem deildu allt of hart. Smám saman varð til mynstur sem erfitt er að horfa fram hjá, hvað þá brjóta upp. Einhverjir urðu „gömlu meistararnir“, aðrir „brautryðjendur afstraktsins“, „alþýðulistamenn“ eða „upphafsmenn konseptsins“. Í sjálfu sér er ekki rangt að setja merkimiða á listamenn. Það er háttur umræðu um stjórnmál, heimspeki eða listir. En það er ófrjótt og getur verið afar hemjandi. Og meira til: Mikil hætta er á að til dæmist aldnir meistarar málverksins komist ekki í lokaða „gamalmeistaraflokkinn“ eða menn sem ekki fylgja meginstraumnum verði leiddir fram hjá garði, eins þótt þeir gefi einum eða öðrum í einhverjum flokknum alls ekki eftir. Sýning á verkum margra útilegumanna (frá því fyrir 1950) í Listasafni Íslands fyrir fáeinum árum, ýtti við stirðnaða mynstrinu. Með þessum inngangi er ég til dæmis að ýja að með nokkrum rétti að margar mynda Kristins Péturssonar gefi myndum listamanna á borð við Snorra Arinbjarnar ekki eftir eða að bestu verk Brynjólfs Þórðarsonar, þrátt fyrir fremur skamma ævi, ættu að geta fleytt honum í hóp „gamalla meistara“. Þarna held ég mig við 20. öldina fram að upphafsárum SÚM og fleiri stefnuhópa sem komu fram á síðustu áratugum aldarinnar. Elías B. Halldórsson myndlistarmaður hefði orðið 78 ára nú í desember en hann lést í maí í fyrra. Hann hóf myndlistarnám fremur seint á ævinni. Eftir námið hér heima, í Danmörku og Þýskalandi, og krefjandi íslenskt launamannslíf, gat hann helgað sig myndlist en í helst til of stuttan tíma. Afkastamikill var hann en seinkoman í listalífið og tryggð hans við grafík, kröftugt afstrakt og sérstæðar þorpsmyndir gerði honum erfitt fyrir þegar listheimurinn varð mjög upptekinn af næstu nýjungum. Þá var víðsýnin ekki orðin almenn. Hann var ekki aðeins vandaður listamaður sem eyddi tíma sínum helst til vinnu heldur einnig lítið fyrir að trana sér fram eða taka þátt í takmörkuðum og oft einstefndum umræðum um myndlist. Ég tel að Elías eigi að tilheyra hópi helstu listamanna okkar af kynslóð Hrings, Braga og fleiri og þá á árabilinu u.þ.b. 1970 til 2007. Til þess að skjóta stoðum undir þá fullyrðingu bendi ég á nýútkomna og afar fallega bók um Elías með mörgum ljósmyndum af verkum hans og texta Aðalsteins Ingólfssonar (Elías B. Halldórsson, Uppheimar 2008). Afstraktmyndir Elíasar bera mjög greinileg sérkenni málarans og þær eru ýmsar hverjar sérstök og höfug litaupplifun. Þorpsmyndirnar hafa á sér sterkan íslenskan blæ en eru um leið margar á mörkum þess hlutbundna. Grafík Elíasar, það vanmetna myndlistarform á Íslandi, er nokkuð einstæð á tímum þegar fáir íslenskir listamenn fengust við slíkt, jafnvel ágeng eða erótísk. Útgáfa listaverkabóka hefur heldur vænkast og er það vel. Bækur með verkum fleiri listamanna sem kynna þarf miklu betur og meta að verðleikum eru eflaust á meðal hinna óútkomnu. Höfundur er jarðvísindamaður og rithöfundur.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun