Mikilvægast að ná verðbólgunni niður 24. apríl 2008 00:01 Guðjón Rúnarsson Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja gagnrýnir Íbúðalánasjóð. „Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh Markaðir Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
„Húsnæðislánavextir banka og sparisjóða eru töluvert hærri nú en vextir Íbúðalánasjóðs, enda þurfa þeir að taka mið af peningamálastefnu landsins, ólíkt því sem virðist gilda um Íbúðalánasjóð," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vaxtalækkun sjóðsins í byrjun vikunnar sé ekki til þess fallin að styðja við virkni peningamálastefnu Seðlabankans. Íbúðalánasjóður lækkaði vexti niður í 5,2 prósent með uppgreiðsluákvæði, og niður í 5,7 prósent án slíks ákvæðis. „Fyrir þær tugþúsundir landsmanna sem greiða af verðtryggðum húsnæðislánum í íslenskum krónum er stærsta hagsmunamálið að það takist að ná niður verðbólgu í landinu," segir Guðjón. Hann vitnar til nýlegrar skýrslu OECD, þar sem segir að sjóðurinn þurfi að halda sig frá aðgerðum sem dragi úr virkni peningamálastefnunnar og að hann þurfi að geta starfað án opinberra afskipta. Niðurgreiðsla húsnæðisviðskipta, með ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs, skipti þó mestu máli. „Það hefur aldrei reynt á þessa ríkisábyrgð Íbúðalánasjóðs," segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala. Hún segir kjör sjóðsins á markaði skýrast fyrst og fremst af því að hann sé góður skuldari „með traust og góð fasteignaveð og lítil vanskil. Þess vegna skil ég ekki þessi brigsl um annað." Hún segir Íbúðalánasjóð mjög mikilvægan fyrir íslenskan fasteignamarkað, eins og staðan nú sýni, enda þótt galli sé á fyrirkomulagi hámarkslána. Haft var eftir félagsmálaráðherra í síðasta Markaði að vegna stöðunnar í verðbólgumálum væri ekki tímabært að miða lán sjóðsins við markaðsverð. - ikh
Markaðir Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira